Beint í efni

Ísherrann : Hin afdrifaríka sjóferð Karluks árið 1913

Ísherrann : Hin afdrifaríka sjóferð Karluks árið 1913
Höfundur
Jennifer Niven
Útgefandi
PP forlag
Staður
Án útgst.
Ár
2001
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

The Ice Master eftir Jennifer Niven í þýðingu Rúnars Helga.

Árið 1913 stóð landkönnuðurinn Vilhjálmur Stefánsson fyrir metnaðarfullum leiðangri norður í Íshaf, 17. júní það ár lagði skipið Karluk up frá Kanada. Sex vikum síðar var heimskautsveturinn skollinn á, skipið teppt í ís og leiðangursstjórinn á bak og burt.

Í fimm mánuði hraktist skipið um Norður-Íshafið áður en það brotnaði og sökk. Áhöfn og leiðangursmenn urðu þar með skipreika á ísnum um miðjan vetur og við tóku ótrúlegir hrakingar þar sem innsta eðli hvers og eins sýndi sig.

Með því að nýta sér dagbækur skipbrotsmannanna hefur Jennifer Niven tekist að endurskapa atburðarás þessa afdrifaríka leiðangurs og örvæntingafullar tilraunir skipbrotsmanna til að komast heim úr auðnum norðursins. Þeir sem komust lífs af urðu aldrei samir.

Fleira eftir sama höfund