Beint í efni

Heimska

Heimska
Höfundur
Eiríkur Örn Norðdahl
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2015
Flokkur
Skáldsögur

Í óskilgreindri framtíð, undir vökulum augum eftirlitssamfélagsins, gera rithöfundarnir og fyrrverandi hjónin Áki og Leníta allt sem þau geta til ganga hvort fram að öðru. Á meðan gengur lífið sinn vanagang, út koma bækur sem ýmist fá verðlaun eða ekki, sólin mjakar sér yfir fjöllin snemma árs og skín á Ísfirðinga, bakkelsislyktina leggur úr Gamla bakaríinu og listnema úr borginni hreiðra um sig í yfirgefinni rækjuverksmiðju. Svo fer rafmagnið að flökta.

Úr bókinni:

Leníta beygði sig fram og þreif harkalega í öxl lögregluþjónsins, sem gerði sig líklegan tila ð hrista hana af sér. Ég vil ekkert „sækja um lögbann“. Ég vil að þið handtakið hann! sagði hún. Hann er þjófur!

Lögregluþjónninn rétti henni símann sinn aftur. Á skjánum mátti sjá Áka standa upp af tröppunum við bókasafnið og koma gangandi eftir hjólatroðningi suður yfir túnið og niður í bæ. Drónið sneri sér og fylgdi honum eftir úr hæfilegri fjarlægð.

Þú ættir að tala við lögmann, frú Talbot, sagði lögregluþjónninn um leið og hann kreppti hnefann utan um hönd Lenítu og losaði hana af öxlinni á sér. Hún geiflaði sig af sársauka.

Ég vil ekkert tala við lögmann. Ég á ekkert að þurfa að belta um réttlæti hérna. Þið eigið bara að vinna vinnuna ykkar.

Höfundaréttarmál eru ekki í okkar verkahring, sagði lögregluþjónninn. Í það minnsta ekki svona. Hefurðu reynt að tala við manninn þinn?

Leníta krosslagði handleggi og hristi höfuðið – meira til að gefa til kynna að henni þætti spurningin ósvífni en til að svara henni.

Eðlilegast væri að þið rædduð þetta ykkar á milli fyrst. Og ef það gengur ekki getið þið reynt að semja með aðstoð lögmanns. Það væri ekki fyrren dómstólar hefðu úrskurðað eitthvað sem við gætum aðhafst nokkuð. Og meira að segja þá er ósennilegt að við myndum handtaka manninn þinn.

Þú myndir handtaka hann ef hann hefði stolið tölvunni minni. Eru hugsanir mínar svona miklu minna virði? Þær eru það nefnilega ekki fyrir mér.

Lögregluþjónninn þagði og hvessti augun á Lenítu. Hún velti því fyrir sér hversu snögglega hún gæti stokkið yfir borðið og bitið hann og hvort sá tími dygði honum til að bregðast við. Það tæki aldrei minna en sekúndu, áreiðanlega þrjár-fjórar. Líklega væri best að bíta hann í nefið. Hann var með stórt og silkimjúkt kartöflunef sem myndi springa undir tönn einsog kirsuber. Hún fann bragðið í munninum, þakkaði fyrir sig án þess að meina það, stóð á fætur og gekk út.

(28-9)

Fleira eftir sama höfund

Gift för nybörjare

Lesa meira

IWF! IWF! OMG! OMG!

Lesa meira

Ljóð í Ny islandsk poesi

Lesa meira

Hnefi eða vitstola orð

Lesa meira
frankensleikir

Frankensleikir

Jólin nálgast og Fjóla hlakkar til. Bráðum setur hún skóinn út í glugga, Stekkjarstaur kemur til byggða eftir tvo daga.
Lesa meira

Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum!

Lesa meira

Handsprengja í morgunsárið: baráttukvæði

Lesa meira

Heljarþröm

Lesa meira