Beint í efni

Hansdætur

Hansdætur
Höfundur
Benný Sif Ísleifsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Í vestfirsku sjávarplássi í byrjun tuttugustu aldar gengur hver til sinna verka og nær óhugsandi er að rjúfa mörk stéttar og stöðu. Kona sem á þrjú börn með þremur mönnum á sér ekki viðreisnar von en dóttir hennar Gratíana þráir breytta tíma og betra líf. Hún hafnar þeim kvöðum sem hvíla á kven-fólki, hún vill ganga í buxum, frekar sulla í víni en vatni, og hún vill að Sella fái að syngja og Rannveig að ganga í skóla.

Hansdætur er örlagasaga úr íslenskum veruleika. Við sögu koma harðgerðar konur, viðkvæmar sálir, andans menn, óreiðufólk af ýmsu tagi, draumar og þrár, sorgir og sigrar.

Benný Sif Ísleifsdóttir hefur skrifað fyrir bæði börn og fullorðna en Hansdætur er önnur skáldsaga hennar.

 

 

Fleira eftir sama höfund