Beint í efni

Hamskiptin

Hamskiptin
Höfundur
Franz Kafka
Útgefandi
Menningarsjóður
Staður
Reykjavík
Ár
1960
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Die Verwandlung eftir Franz Kafka í þýðingu Hannesar.

Endurútgefin: Iðunn, Reykjavík 1983.

Einn morgun þegar Gregor Samsa vaknaði heima í rúmi sínu eftir órólegar draumfarir, hafði hann breytzt í risavaxna bjöllu. Hann hvíldi á bakinu sem var hart, líkast kúptri járnþynnu, og þegar hann lyfti höfði lítið eitt sá hann vömbina, hvelfda, móleita, rákaða stinnum og mjóum gárum; ábreiðan tolldi varla ofan á magabungunni, ætlaði öll að leka niður á gólf. Hann var kominn með ótal fætur, en grátlega pervisna í samanburði við stærð hans að öðru leyti, og sá þá sprikla vandræðalega fyrir augum sér.

(s. 7)

Fleira eftir sama höfund