Beint í efni

Guðlaun herra Rosewater eða Perlur fyrir svín

Guðlaun herra Rosewater eða Perlur fyrir svín
Höfundar
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1985
Flokkur
Skáldsögur

God Bless you Mr. Rosewater á ensku. Höfundur er Kurt Vonnegut. Kom einnig út árið 1992 frá Birtingi í Reykjavík.

um bókina

Hvað gerir vellauðugur maður, þjáður af takmarkalausri ást á meðbræðrum sínum og auk þess kunnugur öllum hnútum í þjóðfélaginu? Hvað annað en að fara til hundana? Svo lítur málið að minnsta kosti út í augum flestra sem umgangast aðalpersónu þessara bókar. En sjálf er hún á annarri skoðun og sömuleiðis vesalingarnir í Rosewater í Indiana.

úr bókinni

Eliot Rosewater fæddist árið 1918 í Washington. Eins og faðir hans, sem kvað sig fulltrúa Indiana, ólst Eliot upp á Austurströndinni og í Evrópu og hlaut sína menntun og skemmtun þar. Fjölskyldan heimsótti hið svonefnda „heimili“ sitt í Rosewatersýslu í nokkra daga á hverju ári. Nógu lengi til þess að viðhalda þeirri lygi að það væri heimili þeirra.
   Eliot nam án stórbrotinna afreka við Loomis- og Harvardháskólana. Hann lærði siglingar á sumrin í Cotuit á Cape Cod með góðum árangri og varð mjög sæmilegur skíðamaður með því að eyða vetrarfríum í Sviss.
   Hann yfirgaf lagadeildina í Harvard 8. desember 1941 og gekk í landgöngulið hersins. Hann stóð sig með miklum sóma í mörgum orrustum. Hann varð liðþjálfi og stýrði sveit manna. Þegar dró að stríðslokum í Evrópu veiktist Eliot af sjúkdómi sem greindur var sem bardagaþreyta. Hann var lagður inn á spítala í París þar sem hann náði ástum Sylvíu.
   Eftir stríðið hóf Eliot aftur nám við Harvard með hina glæsilegu konu sína sér við hlið og lauk laganámi. Hann stundaði framhaldsnám í alþjóðarétti og lét sig dreyma um að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hann hlaut doktorsnafnbót fyrir störf á þessu sviði og fékk um leið stöðu forseta Rosewater-stofnunarinnar. Skyldur hans samkvæmt stofnskránni voru nákvæmlega jafnléttvægar og virðulegar og hann kaus að hafa þær.
   Eliot kaus að taka Stofnunina alvarlega. Hann keypti stórt íbúðarhús í New York, með gosbrunni í anddyrinu. Setti einn Bentley og einn Jagúar í bílskúrinn. Hann leigði skrifstofuhúsnæði í Empire-State byggingunni.
   Þar lét hann mála allt ljósgrænt, appelsínugult og beinhvítt. Hann kunngerði að skrifstofurnar ættu að vera miðstöð allra þeirra fögru góðgerðasömu og vísindalegu framkvæmda sem hann vonaðist til að geta komið í verk.
   Hann drakk mikið, en enginn hafði áhyggjur af því. Hann virtist aldrei verða fullur.

(16-17)

 

Fleira eftir sama höfund