Beint í efni

Fyrir kvölddyrum

Fyrir kvölddyrum
Höfundur
Hannes Pétursson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Ljóð

Úr Fyrir kvölddyrum:

Birtan er ekki beinlínis annarleg, þó
egghvöss
svo einkennilegt sem það virðist
því aprílskin er að baki.

En með því að okkur veittist heimild
til að halda kyrru fyrir í ró
á þessum garðbekkjum
og hjá þessum litverpu trjám

þennan dag, unz sól
sígur að fjöllum

--------------

Flest er það í brotum
sem við berum okkur í munn.

Lokum nú augum
eitt andartak.

Hvílumst. Hlustum ef við getum
á lífið -
hina löngu hugsun.

þá skulum við förunautar
fagna þeirri bóngæzku
og skiptast eins og stundum endranær
á stökum spurningum
og fleiru
sem falla kann til, ef að vanda lætur.

Notalegt verður að strjúka samtímis
silfurhvítt skegg
í saltri hafátt.

Fleira eftir sama höfund

Skemmtiskokk: úr Og dagar líða

Lesa meira

Á faraldsfæti: dagbókarblöð

Lesa meira

Jarðlag í tímanum

Lesa meira

Reise in die Dunkelheit der Berge

Lesa meira

Das Pferd Triumphator

Lesa meira

In tiefen Klüften

Lesa meira

Lirica scandinava del dopoguerra

Lesa meira

Poesia 136

Lesa meira

Poesia 223 : 20 anni 500 poesie sulla poesia

Lesa meira