Beint í efni

Erta

Erta
Höfundur
Didda
Útgefandi
Forlagið
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Skáldsögur

Úr Ertu:

mánudagur
það er beiskt uppí mér bragðið. eins og að ég hafi annaðhvort haft tunguna út úr mér alla helgina eða verið að sleikja einhvern óþverra. hvorugt hef ég gert svo að það er eitthvað allt annað. innri beiskja myndi sáli kalla það. gott að vita hjá hverjum bilunin er. samt finn ég hana ekki, en finn þó að stundum er fólkið mitt á varðbergi. enda ekkert að því. fólk á að standa á tánum allt sitt líf. vera tilbúið til þess að þjóta af stað um leið og eitthvað gerist. um leið og hvað? hvað sem er, þess vegna undan sólinni. bragðið uppí mér er að lagast við það eitt að pæla í tilgangi lífsins sem er sá einn að komast...

(s. 23)

mánudagur
og hvar er hún núna, helvítis hamingjan? einhvers staðar að glenna sig upp í grunlausa. flennan sú. hún er borgin, borgin er líkami, með allt sem þarf og rassgat og klof og útferð og blóð. frárennsli hennar er innan úr henni, þar sést allt sem vita þarf. og henni er hampað, og skrumið gerir hana vandræðalega. hún vill líka að það sé satt, að hún kenni til í æðahnútunum og þurrkblettunum. að henni finnist vont að vera sprengd og skorin, en hverjum er svo sem ekki sama. og í angistarkenndri höfnun drepur hún á rafmagninu sínu og ver einhverja álfahóla innan á sér. leggið ekki gangbrautir yfir geirvörtur hennar.

(s. 79)

Fleira eftir sama höfund

Dagbók ; Didda

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira
hamingja

Hamingja

Hamingja er ... stigagangur / morgunstund / sigling á silfruðum öldum / sönn saga
Lesa meira

Die Farben unserer Visagen im Winter 1 Gedichte & 2 Texte

Lesa meira

Ljóð í The Other Side of Landscape

Lesa meira

Lastafans og lausar skrúfur

Lesa meira

Gullið í höfðinu : hetjusaga

Lesa meira