Beint í efni

Eldur

Eldur
Höfundar
Útgefandi
Bjartur
Staður
Reykjavík
Ár
2013
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Höfundar: Mats Strandberg, Sara Bergmark Elfgren

Um bókina

Hinar útvöldu eru að hefja annað árið í menntaskóla. Allt sumarið hafa þær óttst næstu aðgerðir demónanna en ógnin kemur úr átt sem þær hefðu ekki getað ímyndað sér. Það verður augljósara með hverjum deginum að eitthvað mjög alvarlegt er á seyði í Englafossi. Fortíð og nútíð fléttast saman, lifandi og dauðir mætast. Menntaskólastúlkurnar verða sífellt nánari og það kemur æ betur í ljós að galdrar eru gagnslausir þegar ástarsorgir eru annars vegar.

Úr bókinni

Minoo skoðar hendur sínar í sterku skini baðherbergisljóssins og sér að hún er enn með mold undir nöglunum. Hversu mikið sem hún nuddar verða hendurnar ekki hreinar.
   Og hversu mikið sem hún reynir getur hún ekki komið því heim og saman sem gerðist í nótt.
   Hún snýr krananum og sprautar aftur sápu á naglaburstann.
   Allir draumar hennar snúast um Nicolaus og Matthildi.
   Minoo áttar sig á því, sem hún hefur aldrei gert fullkomlega áður, að sú fyrsta útvalda var manneskja, ekki bara dularfull vera sem talar í gegnum Ídu og vitjar þeirra í draumum.
   Umfram allt áttar hún sig á því hversu einmana Matthildur hefur verið. Stelpa á aldur við Minoo með allan heiminn á herðum sér. Minoo og hinar hafa að minnsta kosti hver aðra.
   Orðið nornaveiðar kemur aftur og aftur upp í huga Minoo. Skyndilega eru tímar nornaveiðanna raunverulegir, ekki bara nokkrar eftirprentanir af tréristum í sögubók. Þetta gerðist í alvörunni. Hér í Englafossi.
   Minoo man enn hvernig það var að vakna með reykjarlykt af hárinu. Hún var í þessari fangelsisholu með Matthildi. Hún ferðaðist með henni, bundin á höndum og fótum á leið í dauðann.
   Brennd lifandi.
   Hana verkjar í handleggina eftir gröftinn um nóttina, en hún heldur áfram að nudda með burstanum. Fingurgómarnir verða eldrauðir en skíturinn er fastur langt undir nöglunum.
   Í nótt fékk hún svör við mörgum spurningum en það vöknuðu líka nýjar spurningar.
   Hvað gerðist nóttina þegar Matthildur missti krafta sína? Hvers vegna voru þau sjö útvalin í þetta skipti í staðinn fyrir eina manneskju? Vissi Matthildur að þannig yrði þetta? Var það vegna þess að byrðin var of þung fyrir eina manneskju að bera? En hvers vegna eru þau sjö þegar aðeins eru sex frumefni?
   Minoo nuddar áfram.

(s. 88-89)

 

Fleira eftir sama höfund