Beint í efni

Eiginkonan

Eiginkonan
Höfundur
Valentin Katajev
Útgefandi
Sindur
Staður
Akureyri
Ár
1948
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Zjena eftir Valentin Katajev í þýðingu Einars Braga.

Úr Eiginkonunni

Það var tveimur árum fyrir stríð og aðeins nokkrum dögum áður en ég kynntist Andrej. Þetta sumar keyptu Dúsía og ég - hún var bezta vinkona mín og iðjufræðingur eins og ég - farmiða til dvalarheimilis á Krím. Það er hlægilegt að minnast þess nú, hve miklum áhyggjum þessi ferð olli mér. En þetta var í fyrsta sinn, sem ég fór í slíka langferð. Þó að ég þættist auðvitað vera fullorðin, fannst mér þessi ferð samt sem áður mjög djarft tiltæki. Ég hefði aldrei árætt það, ef Dúsía hefði ekki talið mér hughvarf. Dúsía var einstaklega sjálfstæð stúlka, ákveðin og hafði það, sem við köllum persónuleika. Mér fannst hún mjög roskin með sín 22 ár að baki. Hún átti þegar kunningja. Ég var nýorðin 19 ára og hafði aldrei orðið ástfangin.

Og svo fórum við.

Ég man það svo vel ennþá, þegar ég sat og beið eftir Dúsíu í þrönga biðsalnum á stöðinni í Kursk. Ég sat á nýju töskunni minni, en í henni var aðeins einn verðmætur hlutur: eini sunnudagskjóllinn, sem ég átti úr silki.

Mér leið illa í hitanum, og ég grét af gleði, þegar ég loks kom auga á Dúsíu í þvögunni. Við gengum niður tröppurnar og hlupum hratt gegnum kölkuð neðanjarðargöngin, dauðhræddar um að koma of seint, enda þótt enn væru tuttugu mínútur, þangað til lestin átti að fara.

(s. 35-36)

Fleira eftir sama höfund

Áfram tími!

Lesa meira