Beint í efni

Drengurinn í mánaturni

Drengurinn í mánaturni
Höfundur
Anwar Accawi
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um bókina

The Boy from the Tower of the Moon eftir Anwar Accawi.

Úr Drengnum í Mánaturni

Þessar hugleiðingar vöktu ekki aðeins ótta minn, heldur gerðu þær að verkum að mér fannst ég vera ómerkilegur. Eitthvað innra með mér, eitthvað fullkomið og gljáfægt, einsog rauður rúbínsteinn, hafði verið brotið í smátt. Ég vissi ekki að ég hefði átt það fyrr en það var farið. Þennan morgun gerði ég mér ljóst að brú hafði verið brennd að baki mér. Aldingarðurinn minn var liðin tíð. Ég var útlægur úr Paradís um eilífð. Ég næstum að segja sá engilinn standa vörð um hlið sitt með logandi sverði.

Daginn eftir að Antar var slátrað, vissi ég að ég gat ekki lengur verið barn.

Af því Antar kom til Mánaturns og lét þar líf sitt þetta sumar, setti ég fyrir hann í minnisvarðann minn stóran hvítan stein. Ég lagði hann í neðstu röðina, sem táknaði árið 1947. Samt sem áður var steinn Antars ekki stærsti eða mikilvægasti steinn þessa árs. Margir undarlegri og stórbrotnari atburðir áttu sér stað og mörgum fleiri ávölum steinum var raðað til þess að gera árið 1947 að grunni þess pýramída sem tilvera mín er.
(s. 22)

Fleira eftir sama höfund