Beint í efni

Tíu tilbrigði

Tíu tilbrigði
Höfundur
Oddur Björnsson
Útgefandi
Litla sviðið
Staður
Reykjavík
Ár
1968
Flokkur
Leikrit

Frumflutt í Þjóðleikhúsinu 7. apríl 1968.

Leikritið er einnig á ensku í þýðingu Guðrúnar Tómasdóttur.

Úr Tíu tilbrigði:

(Klukka slær eitt högg.)
MÁLFRÍÐUR og LÚÐVÍK hrökkva við, horfa hvort á annað, kinka kolli samtímis. Standa samtímis upp. Horfa bæði á brúðuna. Hika. Ganga síðan til hennar. Hika. Kinka kolli hvort til annars. Taka samtímis undir handleggi hennar og lyfta henni af stólnum. Þau fara með hana af stað til gálgans.)

MÁLFRÍÐUR: Það er eitthvað svo undarlegt að hengja mömmu sína … LÚÐVÍK: Það er auðvitað merkileg athöfn.
MÁLFRÍÐUR: Það titra á mér hendurnar …
LÚÐVÍK: Þú gerir mömmu þína nervusa.
MÁLFRÍÐUR: Eigum við ekki að setja plötu á til að þetta verði hátíðlegra?
LÚÐVÍK: Hátíðleikinn felst í sjálfri athöfninni - - (LÚÐVÍK bregður snörunni um hálsinn á brúðunni og MÁLFRÍÐUR hysjar hana upp.) MÁLFRÍÐUR: Far vel múttí! Og takk fyrir allt!

(Brúðan dinglar í gálganum.)

(s. 29)

Fleira eftir sama höfund

Streichquartett und Strick : Hörspiel

Lesa meira

Kvörnin

Lesa meira

Tio variationer

Lesa meira

Jóðlíf

Lesa meira

Yolk-Life

Lesa meira

13. krossferðin

Lesa meira

4 leikþættir

Lesa meira

Dansleikur

Lesa meira

Í Krukkuborg : ævintýri handa börnum

Lesa meira