Beint í efni

Dansleikur

Dansleikur
Höfundur
Oddur Björnsson
Útgefandi
Menningarsjóður
Staður
Reykjavík
Ár
1983
Flokkur
Leikrit

Frumflutt af Þjóðleikhúsinu 10. janúar 1974.

Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson.

Úr Dansleik:

(Tjaldið dregið frá aðalsviðinu: Stórkostlegur veislusalur, skreyttur risastórri fresku af Bakkusarhátíð: kentárar (einn miklu mestur), skógarpúkar og naktar konur. Sviðsmyndin einsog samsamist því sem fram fer á sviðinu, þannig að allt myndi eina heild. Tónlist, glaumur – fleira hefðarfólk, brúðkaupsgestir. Lýsing með léttrauðum bjarma til áherslu hins erotiska andrúms).

ALEXANDER: Salome – hvar ertu?
SALOME (kemur): Hvað get ég gert fyrir hans heilagleika?
ALEXANDER: Leggðu svarta höfuðið þitt í bleyti – hvernig sem það er nú hugsað –
SALOME (leggur svarta höfuðið sitt í bleyti): Ég hugsa hans heilagleiki meini að ég eigi að halda kverkum hans blautum svo hann eigi betra með að kyngja því sem fram fer hér í kvöld. (Hellir í bikarinn).
ALEXANDER: Ég held þú hljótir að vera mesta gáfnaljósið sunnan Alpa.
SALOME: Dragðu ekki dár að mér Alli minn – þú veist ósköp vel ég er ekki eins heimsk og ég lít út fyrir að vera.
ALEXANDER (sýpur rösklega á bikarnum): Þú lítur ekkert út fyrir að vera heimsk, þó þú sért svona á litinn.
SALOME: Þakka þér fyrir Alli minn.
ALEXANDER: – – Hvernig ertu annars fyrirkölluð í kvöld – Júlíetta – hehe...?
SALOME (skrýtin): Takk fyrir – ég er með – (Getur ekki lokið setningunni).
ALEXANDER (virðir hana fyrir sér): – hehe – hehehe – ég veit hvað þú “ert með” – – (Klípur hana í rassinn).
SALOME: Æ! – – Annaðhvort ertu páfi eða ekki páfi!
ALEXANDER: – annaðhvort ertu hóra eða hitt sem ég man ekki í bili hvað heitir – æ, þú veist: svona kvenmaður með vængi –
SALOME (fer): Ég er framreiðslustúlka Alli minn, og hvorki hóra né engill – – og þú átt víst að heita páfi – gleymdu því nú ekki, svona í upphafi veislunnar – –

(s. 9-11)

Fleira eftir sama höfund

Streichquartett und Strick : Hörspiel

Lesa meira

Kvörnin

Lesa meira

Tio variationer

Lesa meira

Tíu tilbrigði

Lesa meira

Jóðlíf

Lesa meira

Yolk-Life

Lesa meira

13. krossferðin

Lesa meira

4 leikþættir

Lesa meira

Í Krukkuborg : ævintýri handa börnum

Lesa meira