Beint í efni

13. krossferðin

13. krossferðin
Höfundur
Oddur Björnsson
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
1993
Flokkur
Leikrit

Frumflutt af Þjóðleikhúsinu, 1. október 1993.

Úr 13. Krossferðinni:

15 ÓVERNDAÐ GEÐVEIKRAHÆLI UNDIR ÓSONGATI
(einræða með uppbrotum)

Lúðrahljómar. Píslargangan mjakast inn - - setur Maríu mey niður, einhversstaðar í reiðuleysi. Kuflmenn bauka og “krunka” saman, líkt og þeir séu að brugga samsæri (minna meira á Ku-Klux-Klan eða meðlimi í vafasamri leynireglu en þátttakendur í píslargöngu).

Skemmtistjórinn er á “prívatflippi” í “svefnherbergi sínu”; stór spegill etc.
Sviðið að öðru leyti auðn – fyrirutan hásæti (og Maríu mey).


SKEMMTISTJÓRINN: (með hljóðnema) - - má ég kynna: Ég er forsætisráðherrann í samfélagi ruglaðra og geðfatlaðra - - konu mína, tvö börn, tengdason, Sonju litlu og aldraða móður hef ég grafið í jörðu í ágætu hylki til að vernda þau fyrir óhollri geislun, sem hugsanleg – sumir segja óumflýjanleg – sprenging hefur í för með sér, en aðrir vilja meina að ósongatið yfir höfði okkar sé næg ástæða til að taka upp lifnaðarhætti moldvörpunnar - - en hvað um það – hér verður stofnað til smá-uppákomu - - - við getum líka kallað það grímuball – eða kynningu á “Worldvision” – eða bara létta orgíu - - - því einsog skáldið segir –

“Vér vitum ekki ýkjamargt um framtíðina nema það eitt, að frá kynslóð til kynslóðar gerast sömu hlutirnir aftur og aftur. Menn læra fátt af annarra reynslu. En í lífi eins manns er engin tíð afturkvæm. Slítum strenginn, fellum skrápinn. Dárinn einn fastur í sinni heimsku, heldur sig vita ráð til að snúa því hjóli sem hann sjálfur snýst á.”

(s. 71-72)

Fleira eftir sama höfund

Streichquartett und Strick : Hörspiel

Lesa meira

Kvörnin

Lesa meira

Tio variationer

Lesa meira

Tíu tilbrigði

Lesa meira

Jóðlíf

Lesa meira

Yolk-Life

Lesa meira

4 leikþættir

Lesa meira

Dansleikur

Lesa meira

Í Krukkuborg : ævintýri handa börnum

Lesa meira