Beint í efni

Sónata

Sónata
Höfundur
Ágústína Jónsdóttir
Útgefandi
Fjölvi
Staður
Reykjavík
Ár
1995
Flokkur
Ljóð

Úr Sónötu:

Lófaljóð

Í ljóðinu
sem ég skráði
í lófann
kom berlega í ljós
að nafn þitt sómir sér vel
á hjartalínunni
en betur færi samt á því að það
fikraði sig eftir
örlagalínunni 

Froskur

Þungbúinn himinn, sjórinn speglasalur og haust-
dagar í nánd. Í morgun sá ég smágerðan frosk við
grænt vatn. Fegurð hans snart mig. Ég brosi að
hugsuninni um að sjá hann á ný. En, sem ég geng á
vatni, er mér sökkt í djúp annars kvölds; vonbrigði
falla á lithverfa froskinn minn þar sem hann skimar
eftir mér undir kalmána.

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í 25 poètes islandais d´aujourd´hui

Lesa meira

Lífakur

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira

Að baki mánans

Lesa meira

Snjóbirta

Lesa meira

Vorflauta

Lesa meira

Sólstöðuland

Lesa meira

Ljósar hendur: þrjár íslenskar skáldkonur svífa sólgeislavængjum

Lesa meira