Beint í efni

Ágústína Jónsdóttir

Æviágrip

Ágústína Jónsdóttir fæddist 4. maí 1949 í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem snyrtifræðingur 1968 og leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1976. Árið 1991 lauk hún B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands og hóf eftir það störf við kennslu. Fyrsta ljóðabók hennar, Að baki mánans, kom út 1994 og síðan hefur hún sent frá sér fleiri ljóðabækur. Hún á ennfremur valin ljóð, ásamt tveimur öðrum íslenskum skáldkonum, í bókinni Ljósar hendur sem út kom 1996. Ágústína hefur einnig fengist við myndlist og tekið þátt í útlitshönnun bóka sinna og á meðal annars heiðurinn af útliti bókarinnar Lífakur sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna DV 1997.