Beint í efni

Sægreifi deyr

Sægreifi deyr
Höfundur
Árni Bergmann
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Skáldsögur

Úr Sægreifi deyr:

Rakel vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. Nokkra daga sýndi Ólafur henni allt annað viðmót en það sem hún hafði lýst fyrir Gunnari. Þrumuský sat á öxlum hans og ýfði grátt hárið. Hann var önugur og sagði sem fæst. Þegar hún bar fyrir hann fiskinn skammtaði hann henni varla nema tvö orð: Mikið var. Hann leit ekki einu sinni til hennar þegar hún færði honum kaffi á skrifstofuna. Varir hans herptar saman eins go hann mundi aldrei framar sleppa lofsamlegu orði út um þær. Lítil von var til þess að hún gæti gengið á milli manna í þessari dapurlegu fjölskyldu eins og hún hafði vonað.
 Stundum þóttist hún vita að hann virti hana fyrir sér köldum og tortryggnum augum, en þegar hún leit til hans horfði hann í aðra átt.
 Hafði Gunnar rétt fyrir sér? Var vinsemd hans áður aðeins undantekning frá kaldri reglu sem öllu stýrði í húsi Ólafs Björnssonar? Sem þýddi að loksins var komið aftur á eðlilegt ástand.
 En til hvers hafði Álheimajöfur þá sýnt henni vinsemd og forvitinn áhuga?
 Ólafur fann hana á ferðalagi fyrri austan. Rakel vann á hóteli uppi á Héraði. Hann tók hana tali og komst að því hverra manna hún var. Hún vissi ekki hvers vegna hún hét Rakel, það voru ekki önnur biblíunöfn í fjölskyldunni, móðir hennar hét Álfrún en faðir hennar Ragnar. Hann dó áður en hún fór að muna eftir sér, hún vissi fátt um hann, hann hafði verið í útgerð en gekk víst illa. Móðir hennar vann á skrifstofu frystihúss en veiktist þegar Rakel var á átjánda ári, hún lamaðist í fótum, allir vöðvar hennar rýrnuðu og visnuðu hægt og skelfilega. Hún annaðist móður sína, gat lítið unnið úti við, komst ekki í skóla, hitti fáa, þekkti enn færri.
 Hún hitti fáa, kannski var það þessvegna að hún átti auðvelt með að tala við ókunnugan mann.

(s. 70-71)

Fleira eftir sama höfund

Stelpan sem var hrædd við dýr

Lesa meira

Hjá Erenbúrg

Lesa meira

Hláka, frosthörkur, endurskoðun

Lesa meira

Hólmgangan endalausa

Lesa meira

Íslensk verkalýðshreyfing á tímamótum

Lesa meira

Íslenskar afþreyingarbókmenntir og Guðrún frá Lundi

Lesa meira

Jarðsambandið

Lesa meira

Glíman við Guð

Lesa meira

Eitt á ég samt: endurminningar

Lesa meira