Beint í efni

Listin að lesa

Listin að lesa
Höfundur
Árni Bergmann
Útgefandi
Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Fræðibækur

Af bókarkápu:

Í þessu bráðskemmtilega og fróðlega riti lýsir Árni Bergmann margs konar lífi í bókum. Hann spyr hvað stýri vali lesenda á skáldverkum og fjallar um væntingarnar sem menn gera til bóka.

Úr Listinni að lesa:

Af sjálfu leiðir að í sögu hverrar þjóðar er að finna merkilegan kafla um það, hvernig hún eignaðist stafróf og lærði að lesa. Sem einstaklingar vitum við vel að okkar eigin ævisaga er að verulegu leyti sagan af því hvaða bækur við lásum, hvenær og með hvaða hugarfari. Þá er ekki síst átt við þær bækur sem ekki falla undir vísindi og fræði heldur bókmenntir - skáldsögur, leikrit og ljóð.
Við áttum hvert um sig bernsku í lestri, lestur í bernsku, sem slunginn var þeim töfrum að allt var okkur nýtt og við geymum í hugskoti dýrmætar minningar frá þeim tíma. Daginn sem ég varð sjö ára vakti móðursystir mín mig áður en hún fór í vinnuna og gaf mér bókina um Davíð Copperfield eftir Dickens. Ég fór strax að lesa og þegar krakkarnir úr næstu húsum komu í afmælissúkkulaðið sat ég hágrátandi uppi í stiga, því ég fann svo sárt til með Davíð sem hafði misst móður sína þegar hér var komið lestrinum. Ég var óhuggandi og árum saman var móðurmissir martröð sem sótti á mig í svefni og vöku. Í Davíðs sögu Copperfields komst ég í fyrsta sinn í tæri við galdur bókmenntanna: þær stækkuðu heiminn með því að leyfa mér að taka þátt í lífi annarra. Ég var orðinn þessi munaðarlausi enski drengur á liðinni öld - og um leið vissi ég betur en áður hve mikil auðlegð það var að eiga móður. Ég vaknaði á hverjum morgni til notalegs öryggis í stórri fjölskyldu heima í Keflavík, en ég gekk um leið við hlið Davíðs sem svo oft stóð einn í næðingi heimsins.

(. 3 - 4)

Fleira eftir sama höfund

Stelpan sem var hrædd við dýr

Lesa meira

Hjá Erenbúrg

Lesa meira

Hláka, frosthörkur, endurskoðun

Lesa meira

Hólmgangan endalausa

Lesa meira

Íslensk verkalýðshreyfing á tímamótum

Lesa meira

Íslenskar afþreyingarbókmenntir og Guðrún frá Lundi

Lesa meira

Jarðsambandið

Lesa meira

Glíman við Guð

Lesa meira

Eitt á ég samt: endurminningar

Lesa meira