Beint í efni

Kom : ljóð 1971-1973

Kom : ljóð 1971-1973
Höfundur
Árni Ibsen
Útgefandi
Höfundur
Staður
Reykjavík
Ár
1975
Flokkur
Ljóð

Úr Kom:

Uppruni tungumáls

„I wake you, stone. Love this man.“
     – Charles Olson: The Distances.

Ákveðin, sterk var för okkar
yfir vegleysur brunasanda
uns við komum í þennan stað
sem var bjarg (tómið að baki?)

og hér sit ég einn
bíð meðan rykið sest
enginn er steinn yfir steini

vindur leikur köldum fingrum
á skrælnaða hörpu eikartrés

rykið kemur heim / ísbjartur dagur

þá spyr ég steininn:
leita ég visku hjá Þér?

seint svarar steinninn / þungt
leita ég visku hjá þér?

Fleira eftir sama höfund

Ég man ekki neitt

Lesa meira

Ekkert húsaskjól

Lesa meira

Ekki ég

Lesa meira

Elín Helena

Lesa meira

Johnson

Lesa meira

Ofanljós

Lesa meira

Ohio Impromptu

Lesa meira

Komið og farið

Lesa meira