Beint í efni

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2021
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Fleiri hryllilega stuttar hrollvekjur geymir tuttugu smásögur sem eru hver annarri hræðilegri. Hér má lesa um skelfilega hluti eins og varúlfa, nornir, köngulær í vínberjaklösum og píp-test.

Ágúst Kristinsson var sá eini sem þorði að myndlýsa þessar hræðilegu sögur.

Úr bókinni

Vissulega er allt í lagi að fíflast aðeins í vinum sínum, jafnvel fjölskyldu, með því að gretta sig, en passaðu þig að gera ekki of mikið af því. 

   Ef einhver segir þér að hætta að gretta þig skaltu hlýða. 

   Undireins. 

   Því þú munt festast. 

   Ég veit að það kann að hljóma sakleysislega en trúðu mér þegar ég segi þér að það er fátt verra en að festast í geiflu. Það byrjar smátt; kannski ertu að ulla og finnur örlítinn sting aftast í kokinu. Nánast eins og þig klígi við einhverju. 

   Það verður þín eina aðvörun 

Það er ekki fyrr en næst eða þarnæst sem þetta verður vandamál. Skyndilega geturðu ekki hætt að ulla. Sama hvað þú gerir fer tungan ekki aftur inn í munninn. Þú færð innilokunarkennd í eigin líkama og áður en þú veist af hafa varirnar þornað því þú getur ekki sleikt þær. Tungan skagar bara út og varirnar eru læstar utan um hana í frekjulegum stút sem neitar að gefa eftir. Síðan fer tungan að þorna og ef þú flýtir þér ekki að næsta krana og lætur vatn renna á hana byrjar hún að skrælna og skorpna. Tárin byrja að renna og þig langar til þess að tala en þú getur það ekki. 

   Sömu sögu er að segja af öllum öðrum grettum. Þær gefa aldrei eftir. Sumar þeirra leyfa þér að tala, aðrar ekki. 

Óheppnastir eru þeir sem grettu sig svo svakalega að grettan tók yfir allan líkamann. Smám saman hnoðast sá gretti inn í sjálfan sig þar til hann kafnar. Ef þú ert heppinn gerist það hratt. Hjá flestum tekur það mörg ár.

(bls. 26-28) 

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Þín eigin hrollvekja

Lesa meira

Þitt eigið ævintýri

Lesa meira

Þitt eigið tímaferðalag

Lesa meira

Þín eigin þjóðsaga

Lesa meira

Þín eigin undirdjúp

Lesa meira

Þinn eigin tölvuleikur

Lesa meira

Þín eigin goðsaga

Lesa meira

Þín eigin saga: Búkolla

Lesa meira