Beint í efni

Ævar Þór Benediktsson

Æviágrip

Ævar Þór Benediktsson rithöfundur, leikari og fjölmiðlamaður er fæddur 9. desember 1984. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 2014 og prófi úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2020. Frá útskrift hefur hann leikið bæði á sviði og í sjónvarpsþáttum en einnig framleitt sitt eigið efni fyrir útvarp og sjónvarp.

Ævar sendi frá sér smásagnasafnið Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki árið 2010 en frá árinu 2011 hefur hann einbeitt sér að barna- og unglingabókum og er einn afkastamesti og vinsælasti höfundur landsins á því sviði. Uppsetning texta og leturgerð í mörgum bóka Ævars tekur mið af því að ekki eiga allir auðvelt með lestur og sumir eru lesblindir.

Sjónvarpsþættirnir Ævar vísindamaður sem voru sýndir á RÚV árin 2013-2015 nutu mikilla vinsælda, en þar skoðaði hann og skýrði hin ýmsu undur veraldar með aðstoð annarra vísindamanna.

Árin 2014-2019 stóð Ævar fyrir lestrarátaki meðal íslenskra grunnskólabarna þar sem verðlaunin voru að verða persóna í bókum hans um bernskubrek Ævars vísindamanns. 

Leikrit eftir Ævar hafa ratað á svið Þjóðleikhússins með yfirskriftinni Þitt eigið leikrit, árið 2019 var sett upp leikritið Goðsaga og ári síðar leikritið Tímaferðalag.

Ævar hefur stjórnað lagavali og verið kynnir á tónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín á sviði barnamenningar.

Hemasíða Ævars Þórs.