Beint í efni

Benjamín

Benjamín
Höfundur
Einar Örn Gunnarsson
Útgefandi
Almenna bókafélagið
Staður
Reykjavík
Ár
1992
Flokkur
Skáldsögur

Úr Benjamín:

Það var hljótt í húsinu fyrri hluta næsta dags en skyndilega nötraði gólfið og kröftugur þungarokksgnýr barst frá vinnustofunni.
 Ég hraðaði mér niður og sá hvar Benjamín stóð við trönur með úfið hár, í hvítum slopp og bláum gallabuxum. Hann var skringilegur á svip og þegar hann sá mig tók hann stökk, lækkaði tónlistina og sagði formálalaust: „Ég skal segja þér nokkuð. Þegar ég var úti í Kaupmannahöfn þá var með mér á akademíunni stelpa sem var fallegri en samviska mín, hávaxin, ljóshærð með tærblá augu. Hún hét Karen og ég varð manískur í hvert sinn sem ég sá hana, alveg trylltur í marga daga. Hún vissi ekkert af fegurð sinni, var fáskiptin og hló ekki oft en þegar hún gerði það vaknaði veröldin af dvala. Hláturinn merlaði eins og mánaskin á hversdagshafinu. Hún var fædd til þess að vekja trú manna á lífið.“ rödd Benjamíns varð stöðugt hærri og tryllingslegri.
 „Hugsaðu þér,“ hélt hann áfram, „hún átti sér það takmark eitt að mála þögnina; henni fór það vel úr hendi og myndirnar voru opinberun þagnarinnar.“
 Benjamín settist á gluggakistu, horfði lík og annars hugar fram fyrir sig. „Hún var „perfektionisti“, réð við það sem hún var að gera.“ Óvænt róaðist hann og talaði dulum, sefandi rómi. „Þar til einn dag að hún tók upp á því að mála kaprísu eftir Paganíní, ærðist og gekk í sjóinn.“
 Benjamín hljóðnaði, leit á mig miður sín yfir örlögum hennar. „Þetta er raunalegt. Og væri enn raunalegra ef það væri satt,“ sagði hann og spratt á fætur. „Ég má ekki vera að þessu,“ andvarpaði hann.
 Dágóða stund strauk hann penslinum vandlega yfir strigann, svo leit hann snögglega á mig einbeittur á svip og sagði: „Ég er dauðhræddur við örlög mín. Allir sannir snillingar tortíma sér með einum eða öðrum hætti og ef þeir drepa sig ekki þá skera þeir af sér eyrun, höggva jafnvel af sér puttana. Ég mundi aldrei þora að fyrirfara mér því að ég hef hagað mér alltof vel hingað til. Sjálfsagt mundi ég enda sem feitur náttúrulaus engill fljúgandi um paradís, spilandi ástríðulaust á líru. Hugsaðu þér örlögin fyrir veraldarvanan heimsborgara að enda sem allsnakin nóta í alheimssinfóníu drottins.“

(s. 35-36)

Fleira eftir sama höfund

Bréf til mömmu

Lesa meira

Draugasinfónían

Lesa meira
ég var nóttin

Ég var nóttin: Reykjavíkursaga

Eftir langa leit að leiguherbergi býðst ungum lögfræðistúdent óvænt herbergi á furðulega lágu verði í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum
Lesa meira

Tár paradísarfuglsins : bréf til mömmu

Lesa meira

Næðingur

Lesa meira

Krákuhöllin

Lesa meira

Dýrmætasta leyndarmálið

Lesa meira

Gíslasaga

Lesa meira

Rojaus Paukscio Asaros

Lesa meira