Beint í efni

Skáldaíbúð

Gröndalshús - Skáldaíbúð

Í Gröndalshúsi er skáldaíbúð sem leigð er rithöfundum, fræðimönnum og þýðendum að utan sem vilja dvelja í Reykjavík við ritstörf. Húsið er í Grjótaþorpi í miðbæ Reykjavíkur. Dvalartími er frá tveimur til átta vikna. 

Leiga er 42.000 kr. á viku. Ef fleiri en einn gestur dvelur í íbúðinni bætist við 3.500 kr fyrir hvern gest, hverja viku. Athugið að leiguverð hækkar skv. vísitölu í byrjun árs 2022.

Íbúðin samanstendur af svefnherbergi með stóru hjónarúmi, stofu með tvíbreiðum svefnsófa, fullbúnu eldhúsi og borðstofu/vinnukrók. Þvottavél er í íbúðinni og sængur og sængurfatnaður fylgir auk handklæða. Frí nettenging. 

Nánari lýsing:

  • Svefnherbergi með stóru hjónarúmi og sjónvarpi.
  • Stofa með tvíbreiðum svefnsófa og sjónvarpi.
  • Fullbúið eldhús.
  • Borðkrókur sem einnig nýtist sem vinnurými.
  • Baðherbergi með sturtu.
  • Þvottavél.
  • Frí nettenging.
  • Sængurfatnaður og handklæði fylgja. 

Sjá dagatal með upplýsingum um lausar vikur

Bókanir og nánari upplýsingar: bokmenntaborgin@reykjavik.is