Mói hrekkjusvín

Útgefandi: 
Staður: 
Reykjavík
Ár: 
2000
Flokkur: 


Úr Móa hrekkusvíni:

Þekkir þú hrekkjusvín? Ertu kannski hrekkjusvín? Mói er stundum hrekkjusvín, en yfirleitt er það óvart. Inn við beinið er hann yndislegur drengur sem allar mömmur vildu ólmar eiga, bara ekki mömmurnar í Silfurgötu. Hann á sér draum um að verða kúreki í Arisóna.

(s. 5) 

Við Orri erum ekki saman í bekk lengur af því að skólastjóranum fannst það of mikið álag á kennarann. Hann segir að við getum ekki farið eftir skólareglum þegar við erum saman. Það eru líka alltof margar reglur í skólanum mínum. Þær eru svo margar að það er ómögulegt að muna þær allar. Til dæmis er bannað að hjóla á skólalóðinni. Það finnst mér sérstaklega einkennileg regla. Reiðhjól eru útitæki. Ef það er bannað að hjóla á skólalóðinni eiga börnin þá frekar að hjóla á götunni, innan um bílana? Eða eiga þau að hjóla á gangstéttum og keyra niður gamalt fólk í gönguferðum? Eða eiga þau að hjóla inni í stofu heima hjá sér? Ef skólalóðir eru ekki til þess að hjóla á, til hvers eru þær þá? Ég hef sjálfur lent í klípu út af þessari asnalegu reglu.
   Daginn eftir að ég kom frá Katlavík hófst ég þegar handa við að gera upp gamla sendlahjólið. Mamma og pabbi höfðu gefið mér nýtt hjól í afmælisgjöf og ég gat notað varahluti úr því til þess að endurgera gamla hjólið. Það tók mig marga daga að klára verkið. Smám saman breyttist nýja hjólið frá mömmu og pabba í strípaða járngrind og um leið varð til glæsilegt sendlahjól með nýjum hnakk og dekkjum, glansandi brettum keðju og speglum.

(s. 50-51)