Beint í efni

Aksturslag innfæddra

Aksturslag innfæddra
Höfundur
Þórdís Gísladóttir
Útgefandi
Benedikt bókaútgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Smásögur

Um bókina

Í þessari bók birtast sjö smásögur sem allar eru sprottnar úr raunveruleikanum. Við sögu kemur fjölbreyttur hópur fólks sem lesendur kannast hugsanlega við. Sögurnar segja frá stuttum tímabilum eða einstökum viðburðum í lífi sögupersóna, eða lýsa jafnvel heilli ævi.

Þórdís hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 fyrir fyrstu ljóðabók sína, Leyndarmál annarra, og hefur síðan hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir frumsamin og þýdd verk.

Úr bókinni

Það er vissulega þægilegt að búa alla ævi á æskuheimili sínu og þurfa aldrei að kaupa sér íbúð, flytja að heiman og koma sér upp búslóð. En það getur líka haft vissa ókosti.
   Teddi hafði aldrei vanið sig á að ganga sérstaklega vel um. Þar til hann giftist var hann á sjó og þegar hann var heima sá mamma hans um hann og eftir að fyrri konan hans, hún Dagbjört heitin, flutti inn á heimilið og hann fékk sér vinnu í landi, sáu þær um heimilið í sameiningu þar til Gugga féll frá og tengdadóttirin tók alfarið við. Eftir að Dagbjört lenti í slysinu, þegar sonur þeirra var bara rétt byrjaður í menntaskólanum, fór að halla undan fæti. Þeir feðgar héldu heimili saman en dótið safnaðist upp og fyllti allar geymslur og skápa og svo fór það að taka upp allt annað pláss í íbúðinni. Strákurinn, Arngrímur Bragi, flutti út eftir stúdentsprófið, fór að læra verkfræði og flutti inn í stúdentaíbúð með stelpu. Teddi bjó einn í fyrsta skipti á ævinni í íbúðinni sem hann hafði flutt í þegar hann var smábarn. Hann vann við að leggja parket og setja upp innréttingar fyrir hina og þessa og fékk svo vinnu í Húsasmiðjunni og vann þar í þónokkur ár þar til hann fór á eftirlaun.
   Þó að hann hefði ágætlega ofan af fyrir sér, væri eini íbúi hússins sem sinnti garðinum og ætti sér nokkur áhugamál, aðallega skák og ættfræði, fannst honum einmanalegt að búa einn. Pabbi hans hafði farist í sjóslysi á bát frá Norðfirði þegar hann var tveggja ára og mamma hans sat eftir ein með sex börn. Tveimur yngstu systkinunum var komið fyrir hjá ættingjum og hann lenti hjá Guggu og Jóni. Gugga, sem hann kallaði mömmu, var föðursystir hans. Þau Jón voru orðin nokkuð roskin og hafði ekki orðið barna auðið. Þau tóku hann fúslega í fóstur. Upphaflega var talað um að það yrði ekki til frambúðar, en þau reyndust honum einstaklega vel og ættleiddu hann nokkrum árum seinna. Jón var úrsmiður og Gugga heimavinnandi og hún hugsaði svo vel um Tedda sinn að honum fannst ekki taka því að læra að sjá almennilega um sig og sinna húsverkum.

(67-68)

Fleira eftir sama höfund

randalín og mundi : dagar í desember

Randalín og Mundi : Dagar í desember

Vinirnir Randalín og Mundi lenda í miklum ævintýrum í jólamánuðinum, . gera góðverk og óvart skemmdarverk.
Lesa meira
alger steliþjófur

Alger steliþjófur!

- Hann tók litla dótið, sagði Irma Lóa allt í einu og var greinilega frekar æst. Hann er algjör frekja þessi karl.
Lesa meira

Randalín, Mundi og leyndarmálið

Lesa meira

Mislæg gatnamót

Lesa meira

Doddi – Ekkert rugl!

Lesa meira

Doddi – Bók sannleikans!

Lesa meira

Óvissustig

Lesa meira

Randalín, Mundi og afturgöngurnar

Lesa meira

Tilfinningarök

Lesa meira