Beint í efni

Lexíurnar : stafrófskver

Lexíurnar : stafrófskver
Höfundur
Magnús Sigurðsson
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Smáprósar

Um bókina

Hér er tekið mið af bókmenntaformi stafrófskveranna gömlu, kennslubóka sem höfðu það hlutverk að vígja börn og ungmenni inn í töfraheima leslistarinnar. En ekki síður átti lesmálið að geyma uppbyggilegar lexíur og heilræði sem gætu nýst ungum lesendum sem eins konar veganesti út í lífið síðar meir. Með óvanalegum verkum sem leika á mörkum hins uppdiktaða og sanna hefur Magnús Sigurðsson skapað sér sérstöðu í íslenskum bókmenntum. Þessi bók er nýtt skref í þróun höfundarverks hans.

Úr bókinni

Orðrétt (I)

Í grein sinni "Frjáls þjóð", sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1942, mæltist guðspekisinninn og rithöfundurinn Gretar Fells til þess að hugtakið ljóðúð væri haft um þau einkenni ljóðs sem skilji það frá öðrum bókmenntagreinum ("þegar um "ljóð" er að ræða er það umfram alt ljóðúðin, sem er andi ljóðsins eða sál").

En orðið ljóðúð festist aldrei í sessi.

(s. 57)

 

Fleira eftir sama höfund

húslestur

Húslestur : Ritgerðir

Í fábreytni bændasamfélagsins gat húslesturinn rofið einangrun afdalsins og opnað glugga inn í framandi heima.
Lesa meira

Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu

Lesa meira

Blindir fiskar

Lesa meira

Hálmstráin

Lesa meira