Beint í efni

Kennarinn sem sneri aftur

Kennarinn sem sneri aftur
Höfundur
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Barnabækur,
 Unglingabækur

Um bókina

Stefanía, Hekla Þöll, Sara, Fannar, Óli Steinn og Axel eru komin í 8.bekk. Þótt þau hafi myndað þéttan vinahóp treystir Stefanía engum fyrir því sem gengur á heima. Dag einn eignast hún trúnaðarvin á netinu sem hún segir öll sín myrkustu leyndarmál. Þegar krakkarnir fara á hrekkjavökuhátíð í miðbænum fer af stað röð dularfullra atburða og Stefanía þarf að kafa djúpt eftir hugrekki sínu til að takast á við skelfilegar og krefjandi ógnir. Hvað gerist ef þú ert grafinn lifandi?

Eru skuggaverur í kirkjugarðinum?

Er lögreglunni treystandi?

Bækurnar um krakkana í BÖ bekknum hafa hlotið ýmis verðlaun, tilnefningar og viðurkenningar. Í bókunum fylgjumst við með sex nemendum sem hver á sína rödd í mismunandi bók.

Úr bókinni

Kosturinn við að skrifast á í skilaboðum er að Hekla sér ekki framan í mig. Ég get valið orð mín vandlega og missi ekki af tækifærinu til að svara, eins og þegar við krakkarnir erum öll saman í hóp. Hvað ef ég eignast bara vin á netinu? hugsa ég og verð strax spennt. Ég opna spjallforrit og reyni að láta mér detta sniðugt notandanafn í hug. Loks ákveð ég að flækja þetta ekki of mikið og notandinn Stefy13 verður til á skjánum.
   Stefy13 er ekki feimin og asnaleg eins og ég. Hún er sjálfsörugg og fyndin, opin og skemmtileg. Ég hleð upp mynd af töff teikningu eftir uppáhalds Manga-listamanninn minn. Stelpan á myndinni er með blátt hár og svartmáluð augu. Mér finnst hún dálítið lík mér, bara svalari, einmitt eins og ég ímynda mér Stefy13. Ég skrolla yfir spjallborðið og sé að sumir notendur eru mjög virkir þarna inni. Það eru umræður í gangi um allt milli himins og jarðar. Í sumum hópum er verið að ræða tölvuleiki á meðan aðrir þræta um hver sé besta hryllingsmynd allra tíma. Hópspjallið er ekki ólíkt því þegar krakkarnir í bekknum tala saman í matsalnum. Ég kemst ekki að og veit hvort eð er ekkert hvað ég á að segja.

(s. 26-27)

Fleira eftir sama höfund

Stórhættulega stafrófið

Lesa meira

Vinur minn, vindurinn

Lesa meira

Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni

Lesa meira

Langelstur að eilífu

Lesa meira

Búðarferðin

Lesa meira

Vinur minn, vindurinn

Lesa meira

Kennarinn sem hvarf - sporlaust!

Lesa meira

Næturdýrin

Lesa meira

Langelstur í leynifélaginu

Lesa meira