Beint í efni

Smáralindar-Móri

Smáralindar-Móri
Höfundur
Brynhildur Þórarinsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Barnabækur,
 Unglingabækur

Um bókina

Smáralindar-móri er saga fyrir lesendur sem kjósa spennu og dálítinn óhugnað!

Vinirnir Flóki og Patti laumast í skjóli myrkurs inn á lokað byggingarsvæði í Kópavogi, en þar er verið að reisa risastóra verslunarmiðstöð. Skyndilega er Patti horfinn, eins og myrkrið hafi gleypt hann. Eftir þetta kvöld verður ekkert eins og áður.

Ári síðar er Lotta með vinkonum sínum í nýopnaðri Smáralind þegar hún tekur allt í einu á rás og þær týna henni. Hvað varð eiginlega um hana?

Sögur um draugagang í verslunarmiðstöðinni magnast, sumir sjá þar dularfullar verur, strák og stelpu, og þann 10. október á hverju ári, á afmæli Smáralindar, fer eitthvað undarlegt á stjá …

Brynhildur Þórarinsdóttir hefur skrifað fjölda bóka fyrir börn og unglinga og meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin. Myndlýsingar í bókinni eru eftir Elías Rúna.

Úr bókinni

   Lotta nemur staðar fyrir framan myndirnar. Hún er alltaf í Smáralind og þekkir orðið hvern krók og kima í byggingunni. Hún á sína uppáhaldsbúðir og veitingastaði. Hún hefur ekki einu sinni komið í Kringluna síðan Smáralind var opnuð. Hún gengur milli myndanna og virðir þær fyrir sér. Þær eru notalega heimilislegar.
   Hún dregst ósjálfrátt að einni myndinni, stórri litmynd í mjúkum tónum. Hún getur ekki haft augun af þessari mynd. Hún sýnir tvo rafvirkja sem vinna einbeittir að því að skrúfa upp loftljós á veitingastað. Bakgrunnur myndarinnar er dökkur og ekki í fókus en Lotta kemur samt auga á hann. Liturinn á úlpunni fer ekki á milli mála. Hann stendur í skugganum fyrir aftan rafvirkjana með hettuna ofan í augum. Alveg eins og hann er alltaf þegar hún sér hann. Hvað var hann að gera í Smáralindinni nóttina áður en hún var opnuð? Skyldi hann vera í iðnnámi?
   Hún teygir höndina í áttina að myndinni, hikar aðeins en strýkur svo fingrum yfir strákinn, leggur bleikar neglurnar yfir úlpuna og ímyndar sér að hún geti vippað af honum hettunni.
   Hún hættir, finnst eins og einhver sé að fylgjast með sér. Hún snýr sér laumulega við og gjóar augunum um rýmið. Henni finnst þetta óþægileg tilfinning en innst inni vonar hún samt að það sé rétt; að hann standi þarna dularfullur og dreyminn og horfi á hana.

(s. 23-24)

Fleira eftir sama höfund

Óskabarn : bókin um Jón Sigurðsson

Lesa meira

Blávatnsormurinn

Lesa meira

Áfram Óli

Lesa meira

The Saga of Njáll

Lesa meira

Af Artúri konungi, Gunnari á Hlíðarenda og Fróða Bagga: Fornsagnamatreiðsla fyrir börn

Lesa meira

Allt í lagi Reykjavík

Lesa meira

Af lopakörlum og prjónakerlingum

Lesa meira

Byrgir söguþekkingin sýn? Sýning á bronsstyttum þriðja ríkisins

Lesa meira