Beint í efni

Ævintýrið

Ævintýrið
Höfundur
Vigdís Grímsdóttir
Útgefandi
Benedikt bókaútgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2023
Flokkur
Skáldsögur

Um bókina

Í heitasta landi heims skríða eðlur á veggjum, höfrungar leika listir sínar í sjónum og ljón standa á vegum. Þar búa vinirnir Drengur og Fiskur sem eru líkari en margan gæti grunað. Ævintýrið er saga um óvænta vináttu, misskiptingu valds og auðs og fegurðina í óhugnaðinum.

Úr bókinni

Sannleikurinn var sá að vinirnir voru ekki með ruglbakteríuna. Þeir ætluðu sér heldur ekki að brjóta Ólátalögin sem þeir vissu varla nokkuð um fyrr en Vörðurinn og gamla konan minntust á þau.
   Kannski vissu þeir samt smávegis af þessum lögum,
   kannski höfðu mömmur þeirra eitthvað minnst á þau,
   kannski stóð eitthvað um þau á netinu,
   kannski hafði einhver sem þeir þekktu verið hirtur vegna óláta og stungið í Kastalakjallarann,
   kannski gat sjálfur píparinn ekki gengið í nokkrar vikur af því að það heyrðist allt of hátt í honum einu sinni þegar hann var að laga pípulagnir í verslunarkjarna í Borginni og honum var hent í Kastalakjallarann,
   kannski og kannski og kannski,
   en vinirnir nenntu ekki að hugsa um þessi lög þennan dag. Þeir hreinlega gátu ekki munað eftir þeim. Málið var einfalt: Þeir hlógu svona mikið af því að þeir voru svo glaðir að hafa hist og þeim fannst gleðin bæði falleg og góð og furðulegt að hljóðin í henni flokkuðust undir Ólátalög.
   Það liggur reyndar í augum uppi að þegar bestu vinir hittast í fyrsta skipti springa þeir næstum úr hlátri. Þannig er það með vini í vinaljóma sínum.

(s. 37-38)

Fleira eftir sama höfund

Ljóð í Moord liederen

Lesa meira

Grandavegur 7

Lesa meira

Im Netz gefangen

Lesa meira

Kaldaljós

Lesa meira

Fliegt ein Vogel

Lesa meira

Wach auf, Dornröschen

Lesa meira

Trúir þú á töfra?

Lesa meira

Dísusaga: konan með gulu töskuna

Lesa meira

Tystnaden

Lesa meira