Beint í efni

Klambratún - Þorsteinn Erlingsson

Hér á Klambratúni, í grennd við brjóstmynd Þorsteins Erlingssonar (1858-1914), er lesið ljóð hans „Sólskríkjan“.

Fyrstu ljóð Þorsteins voru hefðbundin að stíl, rómantísk í anda og endurspegluðu náttúruást og aðdáun á þjóðlegum hefðum. Eftir námsdvöl í Kaupmannahöfn árin 1883-1896, þar sem Þorsteinn kynntist jafnaðarstefnunni, tók hann síðan að gagnrýna íslenskt þjóðfélag og ríkjandi hefðir í kvæðum sínum. Í „Sólskríkjunni“ má heyra þessar hliðar skáldsins togast á.

Brjóstmyndin, eftir myndhöggvarann Ríkarð Jónsson, var afhjúpuð á Klambratúni 3. júní 1972.

Lestur: María Þórðardóttir
Umsjón með upptökum hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins