Beint í efni

Hljómskálagarður - Jónas Hallgrímsson

Hér við styttu Einars Jónssonar af skáldinu Jónasi Hallgrímssyni (1807-1845) flytur Hjalti Rögnvaldsson ljóðið Ferðalok eftir Jónas. Ljóðið er ort á árunum 1844-45 og birtist fyrst í tímaritinu Fjölni árið 1845.

Styttan af skáldinu var afhjúpuð árið 1907, á hundrað ára afmæli skáldsins. Hún stóð upphaflega á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu en var færð hingað í Hljómskálagarðinn árið 1947. Jónas, sem oft er nefndur ástmögur þjóðarinnar, var skáld og náttúrufræðingur og einnig ötull þýðandi og orðasmiður. Fæðingardagur hans, 16. nóvember, hefur verið haldinn hátíðlegur sem dagur íslenskrar tungu frá árinu 1995.

Lestur: Hjalti Rögnvaldsson
Umsjón með upptökunni hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins