Hlaðvarp Borgarbókasafnsins

Hnappur Hljoðvarp

Hlaðvarp Borgarbókasafnsins hóf göngu sína í júní 2017 með þáttaröðinni Um allt land. Þar skröfuðu nokkrir starfsmenn safnsins um bækur sem tengjast landshlutunum fjórum á einn eða annan hátt, svo hlustendur gætu lagt upp í huglæga og bókmenntalega hringferð um landið áður en spólað var af stað í raunheimum. Auk fyrstu þáttaraðarinnar, sem fór í loftið þegar ferðasumarið var hafið, hefur starfsfólk safnsins nú gert aðra þáttaröð um leikhúsbókmenntir og fengið til liðs við sig lestrarhesta úr Austurbæjarskóla til þess að fjalla um nýju barnabækurnar í jólabókaflóðinu 2017. Þá var jóladagatal Borgarbókasafnsins aðgengilegt á hlaðvarpi safnsins í lestri höfundar, Þórarins Leifssonar. Sífellt bætast við þættir í Hlaðvarpið um nýjar bækur eða það sem er á döfinni í bókmenntalífinu. 

Þættina má finna á vef Borgarbókasafnsins og í öllum helstu hlaðvarpsforritum.