Beint í efni

Samkeppni um jólasögu Borgarbókasafns og Bókmenntaborgar 2022

Ertu með hugmynd að skemmtilegri jólasögu fyrir börn?

Við óskum eftir umsóknum frá rit- og myndhöfundum fyrir jólasögu Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar 2022.

Frá árinu 2016 hefur Borgarbókasafnið birt jóladagatal fyrir börn á leikskóla- og grunnskólaaldri á miðlum safnsins þar sem foreldrar og börn geta lesið saman einn kafla á dag frá 1. – 24. desember. Jóladagatalið er aðgengilegt á vefsíðu og Facebook síðu Borgarbókasafnsins og á vef og Facebooksíðu Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO. Sagan er einnig lesin inn í hlaðvörp Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar.

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst n.k.

Í umsókn er æskilegt að setja fram hugmynd að efnistökum sögunnar og drög að teikningum og/eða dæmi um fyrri verk, en ekki er gerð krafa um fullbúna sögu á þessu stigi. Vinsamlegast sendið umsóknina á gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is. Valnefnd fer yfir umsóknir og mun niðurstaða hennar liggja fyrir 15. ágúst.

17. október – lokaskil á fullbúinni sögu og myndum 

Rit- og myndhöfundar þurfa að skila inn fullbúinni sögu í 24 köflum, mynd við hvern kafla auk forsíðumyndar 17. október. Boðið er upp á ritstjórn og yfirlestur í ferlinu. Myndefnið verður notað til kynningar á miðlum safnsins og Bókmenntaborgarinnar og á prentuðu efni, s.s. bókamerkjum, veggspjöldum og dagatölum sem stillt er upp í söfnunum.  

Börn sem heimsækja söfn Borgarbókasafns í nóvember og desember fá bókamerkið að gjöf og veggspjöldum verður dreift í nærumhverfi safnanna. Boðið verður upp á jólasögustundir í söfnunum í desember.

Þóknun

Rit- og myndhöfundar fá greiddar 350.000 kr. hvor fyrir söguna og teikningarnar, ef höfundur gerir bæði sögu og myndir fær hann greiddar 700.000 kr.  

Hér má finna jóladagatöl síðustu ára.

Jóladagatalið 2021 er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar á Borgarbókasafni
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | s. 411 6115