Frá Barcelona, Bókmenntaborg UNESCO

Raül Garrigasait

Raül Garrigasait

Úr bókinni Dies que duraran anys / Days that will last for years

Lauslega þýtt á íslensku:

Eftir uppreisnina og allt sem við höfum gengið í gegnum og lært um valdið verðum við aldrei söm. Það er erfitt að gleyma tilfinningunni sem felst í því að snerta á frelsinu með fingurgómunum. Nú neyðir þessi tilfinning okkur til að ákveða hvað við ætlum að gera við hana. Misheppnaðar uppreisnir gufa upp í ský nostalgíu. Gagnlegar uppreisnir eru fræ framtíðar.

 

Á katalónsku:

Després de la revolta, amb tot el que hem viscut i el que hem après sobre el poder, ja no podem ser els mateixos. No s’oblida fàcilment la sensació de tocar la llibertat amb la punta dels dits. I ara aquesta sensació també ens obliga a decidir què en volem fer. Les revoltes fracassades s’esfumen dins un núvol de nostàlgia. Les revoltes útils són el ferment del futur.

 

Á ensku:

After the revolt, with all we’ve been through and all we’ve learnt about power, we’ll never be the same. It’s hard to forget the feeling of touching freedom with your fingertips. Now, this feeling is forcing us to decide what to do with it. Failed revolts evaporate into a cloud of nostalgia. Useful revolts are the seeds of the future.

 

Raül Garrigasait

 

Raül Garrigasait (Solsona, 1979) er textafræðingur, þýðandir, rithöfundur og útgefandi. Hann hlaut nýlega Premi Llibreter bóksalaverðlaunin fyrir skáldsöguna Els estranys (Edicions de 1984). Hann hefur líka sent frá sér ritgerðina "El gos cosmopolita” (A Contravent).

Tilvitnunin hér að ofan er úr bókinni Des que duraran anys / Days that will last for years en þar er teflt saman ljósmyndum og textum eftir ljóðsmyndara og rithöfunda sem tóku þátt í og urðu vitni að átökunum í kringum kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu í Barcelona í október 2017.  

Bókmenntaborgin Barcelona

LESUM HEIMINN

Textasýningin Lesum heiminn /Read the World er í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 10. - 31. október 2018. Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands bregður Bókmenntaborgin Reykjavík á leik með tilvitnunum frá systurborgum sínum í samstarfsneti skapandi borga UNESCO, UNESCO Creative Cities Network. Textarnir fjalla allir um frelsi, sjálfstæði eða uppreisnaranda í sem víðustum skilningi og er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um þessi hugtök og þýðingu þeirra fyrir okkur sem einstaklinga eða þjóðir. Með sýningunni vill Bókmenntaborgin leggja áherslu á þýðingu samtals menningarheima fyrir íslenskt samfélag, fullveldi þess og framþróun og heiðra skáld um víða veröld sem vekja okkur til umhugsunar um ólíkar hliðar frelsis og sjálfstæðisbaráttu í einkalegu og opinberu tilliti.