Jump to content
íslenska

Lífsgæðin (The living standars)

Lífsgæðin (The living standars)
Author
Bragi Ólafsson
Publisher
Þrjár hendur
Place
Reykjavík
Year
2019
Category
Poetry,
 Short stories

Myndhöfundur er Katrína Mogensen

Um bókina

Þrjár hendur er smábókaforlag sem leggur áherslu á samtal mynd- og ritlistar í bókum sínum. Í hverri bók mætast einn myndlistarmaður og einn rithöfundur svo úr verður eitt verk úr framlögum þeirra hverju sinni.

Úr Lífsgæðunum

  "En jæja," hélt hann áfram, "verðum við ekki að sigla okkar kúrs? Þú ert eflaust með eitthvað annað viðtal á eftir - væntanlega nóg að gera."
  Ég jánkaði því, þótt ég væri í raun ekki að fara að gera neitt á eftir, og hugsaði um leið að í augnablikinu væri ekki eins glatt yfir Pétri og þegar ég kom. Hann bað mig að bíða smástund á meðan hann fengi sér annan bolla af tei; og aftur undraðist ég að honum léti sér ekki detta í hug að bjóða mér kaffi, eða jafnvel bara eitthvað annað en te. Ég hafði sleppt því að fá mér kaffi heima í hádeginu, orðinn vanur því að vera boðið up á það í heimsóknum sem þessum, en nú þótti mér líklegast að sá drykkur væri ekki drukkinn á þessu heimili.
  Ég hélt áfram að virða fyrir mér stofuna, og stóð upp til að taka utan um fótinn á lampanum í horninu; mig langaði til að snerta hann, ég vissi ekki af hverju. Snertingin var köld, andstætt hinni miklu birtu sem kom undan skerminum; og ég velti því fyrir mér, um leið og ég vissi hversu fánýtar slíkar hugleiðingar væru, hvort snerting við draug væri hlý eða köld, hvort slík snerting væri yfirhöfuð möguleg. Auðvitað ekki. Eina hugsanlega snertingin við hið yfirskilvitlega ætti sér stað í höfðinu, ekki einu sinni með augunum - væri ekki einu sinni snerting.

(26)

More from this author

The ambassador

Read more

Rómantískt andrúmsloft (Romantic Atmosphere)

Read more

Isländisches Theater der Gegenwart

Read more

Poems in Action Poétique

Read more

Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík (Poetry to Go: Poets on Reykjavík)

Read more

Animali domestici

Read more

Wiersze

Read more

Mátunarklefinn og aðrar myndir (The Fitting Room and Other Images)

Read more

Ljóð (Poems)

Read more