Literary websites

BÓKMENNTAVEFIR:

Miðstöð íslenskra bókmennta

Vefur um íslenskar bókmenntir á íslensku og ensku.

Druslubækur og doðrantar

Bloggsíða þar sem konur með víðfeðman áhuga á bókmenntum skrifa um hugðarefni sitt. Fjallað er um gamlar sem nýjar bækur, bókmenntaumræðu og ýmislegt annað sem bókmenntunum tengist eftir því sem aðstæður og áhugi bjóða og andagiftin blæs littererum dömum í brjóst.

Hugrás

Vefrit Hugvísindastofnunnar Háskóla Íslands. Þar eru greinar um bókmenntir og menningarmál, myndskeið, veffyrirlestrar og fleira.

Tímarit Máls og menningar

Skírnir

Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags.

Ritið

Tímarit Hugvísindastofnunnar Háskóla Íslands.

Ritþing Gerðubergs

Menningarmiðstöðin Gerðuberg hefur staðið fyrir ritþingum um árabil. Þar veita rithöfundar innsýn í lif sitt og feril. Umræðum er stýrt af stjórnanda og tveimur spyrlum og einnig er lesið úr verkum höfundarins. Þingin eru hljóðrituð og þau síðan gefin út á bók. Rafbækurnar má nálgast ókeypis á vef Gerðubergs.

Vefir um einstaka höfunda:

Halldór Laxness

Gljúfrasteinn í Mosfellsdal var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans í um hálfa öld. Hús skáldsins var opnað sem safn í september 2004 og á vefsíðu þess má nálgast ýmsar upplýsingar um Halldór og verk hans.

Halldór Laxness og Nóbelsverðlaunin

Menningardeild RÚV og Ljósmyndasafn Reykjavíkur halda úti vefsvæði sem er helgað Nóbelsverðlaunum 1955 þegar Halldór Laxness hlaut þau.

Gunnar Gunnarsson

Á vef Skriðuklausturs, húss Gunnars Gunnarssonar í Fljótsdal, má fræðast um ævi og verk skáldsins.

Hallgrímur Pétursson

RÚV heldur úti vefsvæði um Passísálma Hallgríms Péturssonar. Á vefnum má meðal annars finna texta eiginhandarrits Hallgríms, fornan og nýjan Passíusálmasöng, efni úr segulbandasöfnum Stofnunnar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Útvarpsins auk fróðleiks um Hallgrím og sálma hans.

Jónas Hallgrímsson

Landsbókasafn Íslands heldur úti vefsvæði með upplýsingum um Jónas Hallgrímsson og verk hans.

Jónas Hallgrímsson, ljóðavefur

Mjólkursamsalan og Námsgagnastofnun standa saman að verkefni til að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar. Á vef verkefnisins má finna ljóð eftir íslensk skáld sem tengjast íslenskri náttúru og á vefsvæði Námsgagnastofnunnar má nálgast hugmyndir að því hvernig nota megi vefinn í kennslu.

Jón Sveinsson, Nonni

Á vef Nonnahúss eru upplýsingar um Jón Sveinsson og verk hans. Nonnahús á Akureyri er safn sem helgað er minningu rithöfundarins.

Þórbergur Þórðarson

Þórbergssetur í Suðursveit heldur úti vef um Þórberg og verk hans.