Ingibjörg Sigurðardóttir

Hvílík frekja og framhleypni í stelpunni að troðast inn í herbergið hjá prestinum. Hún hefur ekki einu sinni orðið sjálfri sér til stór skammar, heldur einnig heimilinu, og slíkt má ekki endurtaka sig. Hlíf verður að fara burt frá Stóra-Felli, hvað sem það kostar, og það strax á morgun. Hún skal verða rekin burt af heimilinu!
(Heimasætan á Stóra-Felli)