Gyrðir Elíasson

„Um tíma átti hann nokkrar hænur, en þær urðu skammlífar; komust í gersull eftir að hann var farinn að brugga og hættur að bíða áfengisferða til Seyðisfjarðar. Hann hafði hellt botnfallinu út á grasflötina bak við húsið og hænurnar komu vappandi í glampandi sólskini og tóku að stinga niður goggum á þessum litla bletti.“
(Trésmíði í eilífðinni)