Gunnhildur Hrólfsdóttir

Það bliknaði á sverð og skothvellir blönduðust ópum og kveinum fólksins. Veinandi börn, farlama gamalmenni, allir höktu sömu leið eftir moldarslóðunum, biðjandi fyrir sér. Katla þorði ekki einu sinni að strjúka blóðið sem rann niður vanga hennar og háls af ótta við fleiri högg. Hún hafði aðeins ætlað að gægjast til fortíðar, ekki lenda í atburðarásinni miðri.
(Ránið)