Fríða Á. Sigurðardóttir

„Og andartak óttaðist ég að hún ætlaði að fara að skella á mig einhverju um hringrás lífsins eða að dauðinn væri aðeins lífið í annarri mynd, kannski jafnvel koma með líf eftir dauðann. Og þoldi ekki tilhugsunina. Þoli ekki þessar klisjur sem fólk notar til að hugga sig við, af því það þorir ekki að horfast í augu við þá staðreynd að það lifir, og það deyr, og þar með búið.“
(Meðan nóttin líður)