Skapalónið - lifandi ritsmiðjur

Örsögur, skemmtisögur, útúrsnúningar

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Sköpunarskólinn kalla eftir áhugasömum 8. bekkjum sem vilja taka þátt í skemmtilegu ritlistarverkefni í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík í apríl 2014 og Lestrarhátíð í Bókmenntaborg í október. Þátttaka er endurgjaldslaus en aðeins sex bekkir komast að og því er nauðsynlegt að skrá sig til leiks eins fljótt og auðið er. Þema smiðjunnar er húmor og leikur með tungumálið. Unnið verður með stutta texta út frá þessu viðfangsefni og þeir verða síðan meðal þess sem verður í brennidepli á Lestrarhátíð í október. Markmiðið er að koma ritlist og skapandi skrifum á kortið, bæði hjá unglingum og almenningi, og veita kennurum í leiðinni nauðsynlegan innblástur og stuðning í því að halda utan um skapandi smiðjur.

Verkefnið er fjórþætt:

1) Ritsmiðja fyrir nemendur (2 klst.) á Barnamenningarhátíð, dagana 29. apríl - 2. maí.*** 2) Kynningarsmiðja fyrir kennara (3 klst.) í umsjón Davíð Stefánssonar og Rúnars Helga Vignissonar í byrjun maí. Hér verður farið yfir hvernig kennarar geta fylgt ritsmiðjunni eftir með nemendum. 3) Eftirfylgni og stuðningur við kennara í gegnum tölvupóst og/eða í síma. 4) Uppskeruhátíð ritlistarátaksins í tengslum við Lestrarhátíð í Bókmenntaborg í október 2014. Umsjónarmaður smiðjanna er Davíð Stefánsson, ljóðskáld og bókmenntafræðingur, en hann hefur undanfarin ár haldið ritsmiðjur fyrir fólk á öllum aldri undir merkjum Sköpunarskólans, auk þess að skrifa kennslubækurnar, Kveikjur, Neistar og Logar fyrir Námsgagnastofnun. Rúnar Helgi Vignisson er rithöfundur og þýðandi og stýrir ritlistarnámi Háskóla Íslands.

Bókanir

Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, kristin.vidarsdottir@reykjavik.is. Hún tekur einnig við bókunum í smiðjurnar. *** Tvær smiðjur fara fram í Iðnó en hinar fjórar fara fram í skólunum sjálfum, á skólatíma.

Tímasetningar

29. apríl kl. 9:30 – 11:30. Í viðkomandi skóla (semja má um annan tíma þennan dag) 29. apríl kl. 12:30 – 14:30. Í viðkomandi skóla (semja má um annan tíma þennan dag) 30. apríl kl. 9:30 – 11:30. Ævintýrahöllin í Iðnó 30. apríl kl. 12:30 – 14:30. Í viðkomandi skóla (semja má um annan tíma þennan dag) 2. maí kl. 9:30 – 11:30. Ævintýrahöllin í Iðnó 2. maí kl. 12:30 – 14:30. Í viðkomandi skóla (semja má um annan tíma þennan dag) Sjá nánar um Sköpunarskólann á Facebook síðu hans