Jump to content
íslenska

Ten Things About the City of Literature

Reykjavík plays a vital role in all cultural life in the country.

Cultural Capital

Reykjavík is the capital, and in fact Iceland’s only city, and as such it plays a vital role in all cultural life in the country. The city is home to Iceland’s main cultural institutions, boasts a flourishing arts scene and is renowned as a creative city with a diverse range of cultural happenings and dynamic grassroots activities. Most of the country’s writers live in the city, and it also provides the setting for the majority of contemporary Icelandic literature – a development that has gone hand in hand with the rapid expansion of the city in the past 100 years or so.

Bókmenntaarfleifð

Miðaldabókmenntir Íslendinga eru varðveittar í Reykjavík, meðal annars handrit Íslendingasagna og Eddukvæða, sem hafa gert Íslendinga að einni af þekktustu bókmenntaþjóðum heims. Þessi bókmenntaarfleifð myndar kjarnann í sjálfsmynd þjóðarinnar og frásagnarlist er sterkasti þráðurinn í menningarsögu hennar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er miðstöð miðaldabókmenntanna. Stofnunin varðveitir handrit, stundar á þeim rannsóknir og gerir þau aðgengileg almenningi, auk þess sem hún býður upp á rannsóknaraðstöðu og kennslu fyrir innlenda og erlenda náms- og fræðimenn. Handritasafn Árna Magnússonar, sem Árnastofnun í Reykjavík og Árnasafn í Kaupmannahöfn varðveita, var sett á varðveisluskrá UNESCO yfir andleg minni heimsins árið 2009 (Memory of the World Register).

The Icelandic Language

Iceland is one of the smallest linguistic areas in the world, with only around 330.000 inhabitants and very few speakers outside the country. The language has not changed much since the time of settlement in the 9th century and modern Icelanders can still read the original medieval texts with relative ease. Literature plays a vital role in cherishing and cultivating the language, both original Icelandic literature and translations. Language undergoes constant renewal and development in fiction, and translation of foreign work has also been instrumental in conserving this thousand year old literary language.

Award Winning Authors

Several Reykjavík writers have received international and Nordic awards. Halldór Laxness was awarded the Nobel Prize for Literature in 1955 for “vivid epic power which has renewed the great narrative art of Iceland”.  The House of Halldór Laxness, Gljúfrasteinn, in the capital area can be visited year round. A number of writers have won the Nordic Council’s Literature Prize, among them are Thor Vilhjálmsson, Einar Már Guðmundsson and Sjón, and authors such as Guðrún Helgadóttir, Kristín Steinsdóttir and Ragnheiður Gestsdóttir are winners of The Nordic Children’s Literature Prize. Crime writer Arnaldur Indriðason has won prizes abroad, including The Golden Dagger Award. Among other prizes awarded to writers from Reykjavík are the Kairos Preis (Andri Snaer Magnason), the Swedish Academy’s Nordic Literature Prize (Guðbergur Bergsson) and the Prix de Page (Auður Ava Ólafsdóttir). Contemporary Icelandic writers are published in increased number in translations throughout the world.

FESTIVALS

The Reykjavík International Literature Festival has been held biannully since 1985. Many acclaimed authors have taken part, such as A.S. Byatt, Kurt Vonnegut, Günter Grass, Isabel Allende, J.M. Coetzee, Margaret Atwood, Paul Auster, Haruki Murakami, Ngugi wa Thiong’o, Seamus Heany, Swetlana Alexievich and Taslima Nasrim, just to name a few. The Moorland International Children’s and youth Literature Festival has also been a biannual event since 2001. Literature is always part of the programme of the Reykjavík Arts Festival, as is the case at festivals hosted by the City of Reykjavík such as the Reykjavík Culture Night, the Winter Lights Festival and the Reykjavík Children’s Culture Festival. Since the designation of Reykjavík as a UNESCO City of Literature in 2011, every October we have celebrated Reykjavík Reads festival with various themes connecting literature and people in different ways.

Lifandi bókmenning

Í Reykjavík eru boðið upp á mikinn fjölda bókmenntaviðburða allt árið um kring. Menningarstofnanir, skólar, félagasamtök og ýmsir einkaaðilar bjóða upp á þessa viðburði, oft í samvinnu sín á milli. Meðal fastra viðburða eru vika bókarinnar í apríl, bókmenntagöngur Borgarbókasafns, ráðstefnur og málþing á vegum Háskóla Íslands og annarra og ýmsar ljóðauppákomur skálda og grasrótarsamtaka. Þátttaka almennings í menningarviðburðum er mikil, kannanir hafa sýnt að meira en helmingur þjóðarinnar tekur þátt í menningarviðburðum af ýmsu tagi.

Bókasöfn og rafræn miðlun

Borgarbókasafn Reykjavíkur er stærsta almenningsbókasafn landsins. Bókasafnið býður upp á fjölbreytta þjónustu og styður við bókmenntir og lestur á margvíslegan hátt. Landsbókasafn Íslands hefur aðsetur í Reykjavík, en safnið geymir allt útgefið efni á Íslandi auk þess að safna markvisst handritum, meðal annars frá íslenskum rithöfundum. Bókasöfn á Íslandi eru með sameiginlegt bókasafnskerfi, Leitir, auk rafræns landsaðgangs að gagnasöfnum sem allir landsmenn geta notað endurgjaldslaust. 

Bókaútgáfa

Nær hvergi í heiminum eru gefnir út eins margir titlar á íbúa og á Íslandi. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni eru gefnir út fimm titlar á hverja 1000 íbúa, en sambærilegar tölur frá öðrum Norðurlöndum eru 2 – 2.5. Meðalupplag skáldverka eru 1.000 eintök, sem jafngildir milljón eintökum í Bandaríkjunum svo dæmi sé tekið. Flest bókaforlög á landinu eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. 

Alþjóðleg tungumálamiðstöð

Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar er starfrækt við Háskóla Íslands í Reykjavík. Miðstöðin er starfrækt á grundvelli samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og UNESCO. Hún er þverfaglegur vettvangur fyrir rannsóknir og miðlun þekkingar á sviði menningar- og tungumálarannsókna, málræktar og málstefnu þar sem stuðlað er að samstarfi við stofnanir og einstaklinga um víða veröld, með áherslu á samstarf norðurs og suðurs. Miðstöðin styður við framgang markmiða UNESCO um fjöltyngi og margbreytileika tungumála og leggur sitt af mörkum með þátttöku í stefnumótun, þekkingarleit og menntun á sviðum tungumála og menningar.

Jólabókaflóðið

Segja má að í jólabókaflóðinu, hvað sem fólki annars finnst um það, sé fólgið eitt helsta lestrarátak á landinu. Eins og alþjóð veit er tímabilið frá því síðla hausts og fram að jólum undirlagt af útgáfu bóka og útgefendur, bókasöfn, alls kyns stofnanir og félagasamtök, auk höfundanna sjálfra, keppast við að kynna þær. Bækur eru enn meðal vinsælustu jólagjafa og á þessum tíma er umræða um bækur meiri en á nokkrum öðrum tíma ársins.