Drop the Mic: Nordic-Baltic Poetry Slam Network

Drop the Mic: Nordic-Baltic Poetry Network var samstarfsverkefni Bókmenntaborganna Reykjavíkur, Tartu, Lillehammer, Krakár og Heidelberg. Það fór fram á árunum 2018 - 2020 í kjölfar samstarfs undir sömu formerkjum árin 2016 - 2017 og tóku listamenn og viðburðahaldarar frá Kaupmannahöfn einnig þátt í þeim hluta.
Verkefnið var styrkt af Norrænu menningargáttinni, Kulturkontak Nord.
Listamennirnir sem tóku þátt í síðari hluta verkefnisins eru Gunnar Ragnarsson og Kolfinna Nikulásdóttir frá Reykjavík, Amalie Kasin Lerstang, Bendik Vada, Erik Eikehaug og Hilde-Susan Jægtnes frá Lillehammer og Kaisa Kuslapuu, Sirel Heinloo og Toomas Leppik frá Tartu. Í fyrri hluta þess tóku þátt þau Vigdís Ósk Harðardóttir Howser, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Jón Magnús Arnarsson frá Reykjavík, Dennis Buchleitner, Peter Dyreborg, Sarah Hauge og Rasmus Rhode frá Kaupmannahöfn og Jaan Malin, Sirel Heinloo, Janar Sarapu, Siim Liil og Rauno Alliksar frá Tartu. Fjöldi annarra listamanna og menningarstjórnanda kom að verkefninu með þátttöku í viðburðum, fundum, leiðsögn og utanumhaldi.

Alþjóðlegt samstarf listamanna
Markmið Drop the Mic var að tengja saman listafólk á sviði orðlistar, tónlistar og sviðslista þvert á landamæri og listform til að ýta undir samvinnu, framþróun, nýsköpun og miðlun á þekkingu og reynslu, bæði meðal listamannanna og menningarstjórnenda í viðkomandi borgum.
Í Reykjavík var dagskráin haldin í tengslum við Lestrarhátíð í Reykjavík og Airwaves hátíðina, í Kraká innan Mioz hátíðarinnar og í Tartu í tengslum við Prima Vista bókmenntahátíðina og hátíðina Crazy Tartu. Þá tóku listamenn í fyrri hluta verkefnisins þátt í ljóðaslammdagskránni Word Up! í Heidelberg og í ljóðaslammi í Kaupmannahöfn.
Fella þurfti niður fundi og viðburði í Lillehammer í tengslum við Norsk litteraturfestival þar og í Heidelberg í lok verkefnisins vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Listafólkið
Fjöldi listamanna og menningarstjórnenda kom að Drop the Mic með einum eða öðrum hætti en eftirtaldir listamenn mynduðu þá hópa sem hittust og unnu saman í smiðjum og á netinu og deildu reynslu sinni.
Síðari hluti Drop the MIc - 2018 - 2020
Amelie Kasin Lerstang, Bendik Vada, Hilde Susan Jægtnes og Erik Eikehaug, Lillehammer.
Gunnar Ragnarsson og Kolfinna Nikulásdóttir, Reykjavík.
Kaisa Kuslapuu, Sirel Heinloo og Toomas Leppik, Tartu.
Fyrri hluti Drop the Mic - 2016 - 2017
Jón Magnús Arnarsson, Ólöf Rún Benediktsdóttir og Vigdís Ósk Howser Harðardóttir, Reykjavík.
Jaan Malin, Sirel Heinloo, Janar Sarapu, Siim Lill og Rauno Alliksar, Tartu.
Dennis Buchleitner, Peter Dyreborg, Sarah Hauge og Rasmus Rhode, Kaupmannahöfn.

VEFSTIKLUR OG ÁHUGAVERÐIR TENGLAR
vefstiklur þar sem listamennirnir KYNNA SIG:
Sjö þeirra sem tóku þátt í síðari hluta Drop the Mic kynna sig í stuttum vídeóum. Sigurður Möller Sívertssen hjá Skýlinu gerði sex þeirra fyrir Bókmenntaborgina í nóvember 2019 og það sjöunda, þar sem Sirel Heinloo kynnir sig, var gert í Tartu 2020.

AÐRAR VEFSTIKLUR FRÁ VERKEFNINU
From Words to Lyrics
Samræður um textagerð á Airwaves í Reykjavík 2018.
Þátttakendur voru Ásgeir Trausti, Emiíana Torrini, Kolfinna Nikulásdóttir og Sjón. Umræðustjórn: Elísabet Indra Ragnarsdóttir.
Skipuleggjendur: Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Tónlistarborgin Reykjavík fyrir Drop the Mic verkefnið og Airwaves Lounge Conference.
Vinnusmiðja í Reykjavík í nóvember 2019
Gunnar Ragnarsson, Kolfinna Nikulásdóttir, Kaisa Kuslapuu, Toomas Leppik, Erik Eikehaug og Hilde Susan Jægtnes.
Viðburður í Mengi í nóvember 2019
Gunnar Ragnarsson, Kolfinna Nikulásdóttir, Kaisa Kuslapuu, Toomas Leppik, Erik Eikehaug, Hilde Susan Jægtnes og Sirel Heinloo fluttu verk í vinnslu í Mengi.

HÁTÍÐIR OG VEFIR
TarSlämm, Tartu
Prima Vista, Tartu
Norsk litteraturfestival, Lillehammer
Milozs hátíðin, Kraká
Word Up! ljóðaslamm, Heidelberg
Slamovision - ljóðaslamm Bókmenntaborga UNESCO
Bókmenntaborgirnar Reykjavík, Lillehammer, Tartu, Kraká og Heidelberg þakka listamönnunum og öllum öðrum þeim sem komu að verkefninu fyrir samvinnuna.
Norrænu menningargáttinni er þakkaðum stuðningur við verkefnið sem gerði það framkvæmanlegt.