Tilnefnt til Ísnálarinnar

Tilkynnt hefur verið hvaða bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar að þessu sinni en verðlaunin eru veitt fyrir íslenska þýðingu á erlendri glæpasögu. 

Eftirtaldar bækur eru tilnefndar:

Glerstofan eftir Anne Cleeves í íslenskri þýðingu Þórdísar Bachmann. Reykjavík: Ugla, 2018.

Líkblómið eftir Anne Mette Hancock í þýðingu Nönnu B. Þórsdóttur. Reykjavík: JPV, 2018.

Mínus átján gráður eftir Stefan Ahnhem í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Reykjavík: Ugla, 2018.

Stúlkan með snjóinn í hárinu eftir Ninni Schulman í þýðingu Einars Arnar Stefánssonar. Reykjavík: Ugla, 2018.

Þrír dagar og eitt líf eftir Pierre Lemaitre í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Reykjavík: JPV, 2018.

Í dómnefnd eru Jóhann R. Kristjánsson, Gauti Kristmannsson og Katrín María Viðarsdóttir en val í dómnefnd er í höndum Hins íslenska glæpafélags og Bandalags þýðenda og túlka.

Tilkynnt verður í haust hver þýðendanna hlýtur verðlaunin.