Sögur - verðlaunahátíð barnanna

Sögur – verðlaunahátíð barnanna fór fram í þriðja sinn laugardaginn 6. júní síðastliðinn. Á hátíðinni, sem var sýnd í beinni útsendingu á RÚV, voru börn á aldrinum 6 - 12 ára verðlaunuð fyrir sköpunarverk sín og krakkar verðlaunuðu það sem þeim fannst bera af í barnamenningu á liðnu ári.

Þá voru heiðursverðlaun Sagna veitt og að þessu sinni hlutu Sigrún og Þórarinn Eldjárn þau fyrir framlag sitt til barnamenningar. Saman hafa þau skapað fjölda bóka fyrir krakka og fólk á öllum aldri sem eru ýmist eftir Þórarin með myndskreytingum Sigrúnar eða eftir Sigrúnu með ljóðskreytingum Þórarins eins og þau lýstu sjálf á verðlaunaathöfninni. Barnaljóð Þórarins og myndir og skáldverk Sigrúnar fyrir börn eru þegar orðin sígild verk í íslenskum barnabókmenntum. 

Sköpun barna 

Alls hlutu 43 börn viðurkenningu fyrir tuttugu smásögur, sex handrit að stuttmyndum, tvö handrit að leikritum og þrjú tónverk (lög og texta). Verk þessara ungu höfunda birtast í bókinni Risastórar smásögur, sem stuttmyndir á KrakkaRÚV og leikrit á fjölum Borgarleikhússins. Lögin þrjú sem hlutu viðurkenningu voru frumflutt á verðlaunahátíðinni í flutningi Króla, Sölku Sólar og Valdimars.

Sögur er samstarfsverkefni sem snýst um að ýta undir sköpun barna, koma henni á framfæri og veita börnum vettvang til að kjósa sitt uppáhalds menningarefni. Börn geta sent inn handrit að smásögum, stuttmyndum og leikritum allt árið um kring á vef KrakkaRÚV og nú einnig tónverk (lag og texta).

Aðstandendur Sagna eru KrakkaRÚV, Borgarbókasafn Reykjavíkur, List fyrir alla, Menntamálastofnun, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Verðlaunahafar Sagna 2020

Smásaga ársins

Yngri flokkur: Högni Freyr Harðarson: Drekaspor

Eldri flokkur: Þorkel Kristin Þórðarson: Ég og díselvandinn

Aðrir höfundar sem eiga sögur í Risastórum smásögum:

Ásgeir Atli Rúnarsson: Ævintýri Mæju og Tomma

Bríet Bergdís Stefánsdóttir: Ævintýra-Saga

Elísabet Freyja Lorenz: Nammigrís

Erna Tómasdóttir: Hver er ég?

Esja Mae Fulton Aðalsteinsdóttir: Húsamúsin sem næstum því skemmdi heiminn

Eyrún Stína Skagalín Guðmundsdóttir: Níu nætur

Felix Hugo Calmon Tegelblom og Kristján Þórarinsson: Draugalegt drepó!

Gísli Marinó Sváfnisson: Skugga svæðið

Guðrún Eva Ágústsdóttir: Ugla, Kría og slímbyssan

Hekla Rán Óskarsdóttir: Leitin að svarta úlfinum

Ingibjörg Elka Þrastardóttir: Enn ein ofurhetjusaga…

Kolfinna Stefánsdóttir: Jólasveinar fara í sumarfrí

Salka Björt Björnsdóttir og Ylfa Katrín Gústavsdóttir: Hengimaðurinn

Sara Margrét Þorsteinsdóttir: Ísbjörninn og blómið

Sigurlaug Sturludóttir og Emma Hrólfdís Hrólfsdóttir: Nýir vinir

Sóldís Ilmur Stefánsdóttir: Ævisaga Viðars trés

Valgerður Ása Eyjólfsdóttir: Ævintýri kanínubarnsins

Þorsteinn Jakob Jónsson: Múmíuvinir

Risastórar smásögur er rafbók sem nálgast má ókeypis á vef Menntamálastofnunar. Ritstjóri er Hjalti Halldórsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir myndlýsti sögurnar fyrir utan sögur þeirra Högna Freys Harðarsonar og Gísla Marinós Sváfnissonar sem þeir myndlýstu sjálfir. Hjalti hitti höfundana ungu á fjarfundum til að fara yfir sögur þeirra fyrir birtingu þar sem aflýsa þurfti fyrirhuguðum meistarabúðum vegna Covid-19.

Í dómnefnd voru Gunnar Helgason f.h. félags barnabókahöfunda - SÍUNG, Kristín Viðarsdóttir f.h. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO og Rut Ragnarsdóttir f.h. Borgarbókasafns.

Handrit ársins - Stuttmyndir

Guðrún Anna Jónsdóttir: Kötturinn sem talaði 

Emma Ósk Jónsdóttir: Ævintýri í Egyptalandi 

Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir, Ardís Unnur Kristjánsdóttir og Halla Björg Ingvarsdóttir: Ritsmiðjan 

Dagnýj Bára Stefánsdóttir: Töfrapúslið 

Ester Mía Árnadóttir: Tinna 368 

Urður Eir Baldursdóttir:Telma og Konráð 

Sjá má stuttmyndirnar á vef KrakkaRÚV en handritin voru valin til áframhaldandi vinnslu af fagfólki á RÚV og unnin þar í samstarfi við höfundana.

Tónlist ársins

Ljósbjörg Helga Daníelsdóttir: Stúlka upp á stól 

Karolina Tarasiewicz, Ásgerður Júlíusdóttir, Birgitta Rúnarsdóttir og Gabríela Uscio: Pabbi minn er prestur 

Andrés Illugi Gunnarsson: Kliður í fjöllunum 

Öll lögin þrjú voru frumflutt á verðlaunahátíð Sagna af þeim Sölku Sól (Stúlka upp á stól), Króla (Pabbi minn er prestur) og Valdimar (Kliður í fjöllunum). Tónlistarmaðurinn Ingvar Alfreðsson vann lögin áfram með höfundunum fyrir flutninginn. 

Handrit ársins - Leikrit

Yngri flokkur: Eyþór Val Friðlaugsson: Skrímslalíf

Eldri flokkur:  Júlía Dís Gylfadóttir, Kristbjörg Katla Hinriksdóttir og Þóreyj Hreinsdóttir: Tímaflakkið mikla

Leikritin verða unnin áfram með höfundunum undir handleiðslu fagfólks í Borgarleikhúsinu og frumflutt þar. 

Börnin verðlauna

Einn hluti af verkefninu Sögur er að börn á aldrinum 6 – 12 ára geta kosið um sitt uppáhalds menningarefni á kosningavef Sagna. Niðurstaða kosninganna í ár var eftirfarandi.

Bókaverðlaun barnanna

Bækur frumsamdar á íslensku: Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson

Þýddar bækur: Dagbók Kidda klaufa – Allt á hvolfi eftir Jeff Koney í þýðingu Helga Jónssonar

Lag ársins

Think about Things – Daði og gagnamagnið

Flytjandi ársins

Daði og gagnamagnið

Texti ársins

Ferðumst innanhúss – Leifur Geir Hafsteinsson

Barna og unglingaþáttur í sjónvarpi

Krakkafréttir – RÚV

Fjölskylduþáttur í sjónvarpi

Allir geta dansað – Stöð 2

Sjónvarpsstjarna ársins

Steindi Jr.

Leiksýning ársins

Mamma klikk – Gaflaraleikhúsið

Leikkona/leikari ársins

Auðunn Sölvi Hugason – Mamma klikk