Sögur - verðlaunahátíð barnanna

Sögur - verðlaunahátíð barna var í beinni útsendingu í sjónvarpinu sunnudaginn 2. júní. Á hátíðinni voru skáld, tónlistarfólk, sviðlistamenn og skemmtikraftar verðlaunaðir fyrir framlag sitt til barnamenningar og frumsköpun barna verðlaunuð með svani, verðlaunagrip Sagna. Hátíðin er uppskeruhátíð Sagna, en undir því heiti hafa Borgarbókasafnið, Ibby á Íslandi, List fyrir alla, Menntamálastofnun, Reykjavík Bókmenntaborg og RÚV sameinast til að upphefja barnamenningu í landinu.

Heiðursverðlaun kvöldsins hlaut Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur, fyrir framlag sitt til barnamenningar. Þakkaði Ólafur Haukur athyglibresti sínum fyrir þær fjölmörgu bækur, lög og texta sem eftir hann liggja og nefndi að þessi verðlaun þætti honum vænst um að hafa unnið, af öðrum verðlaunum ólöstuðum.
Ólafur fékk afhentan fyrsta gyllta svaninn - heiðursverðlaun Sagna og þakka íslensk börn honum fyrir sögurnar, ljóðin, lögin og leikritin sem eru hluti af barnamenningu okkar.

Bókaverðlaun barnanna voru afhent á Sögum – verðlaunahátíð barnanna og hlaut Gunnar Helgason verðlaunin fyrir frumsamda bók á íslensku fyrir Siggi sítróna, og Helgi Jónsson þýðandi fyrir erlenda bók ársins, Dagbók Kidda klaufa.

Eftirtalin börn hlutu svan fyrir frumsköpun sína:

 • Smásaga ársins – yngir: Hringurinn eftir Róbert Gylfi Stefánsson
 • Smásaga ársins – eldri: Endurfundir eftir Daníel Björn Baldursson
 • Handrit ársins fyrir sviðsverk - Borgarleikhúsið:
 • 1.-4. Bekkur
 • Töfraperlan - Óli Kaldal og Magdalena Andradóttir
 • 5.-6. Bekkur
 • Ótti - Rannveig Guðmundsdóttir og Valentína Rún Ágústsdóttir
 • Handrit ársins fyrir sviðsverk – Leikfélag Akureyri
 • Frúin í Hamborg - Þórarinn Þóroddsson og Anna Kristín Þóroddsdóttir
 • Handrit ársins - útvarpsleikrit
 • Lífið í norðurljósunum - Selma Bríet Andradóttir

Eftirtalin börn fengu viðurkenningu fyrir stuttmyndahandrit sem þau sendi inn í Sögur keppnina Stuttmynd:

 • Húsvörðurinn - Isolde Eik Mikaelsdóttir
 • Bekkjarkvöldið - Iðunn Óskarsdóttir
 • Klaufski leyniþjónustumaðurinn Lúlli - Ólafur Gunnarsson Flóvenz og Hannibal Máni K. Guðmundsson
 • Aftur í tímann - Óli Kaldal Jakobsson
 • Súru baunirnar - Lára Rún Eggertsdóttir
 • Vinabönd - Jóhanna Guðrún Gestsdóttir

Voru stuttmyndirnar framleiddar af RUV í vetur og sýndar á Krakkarúv.

Á meðan útsendingu stóð fór í loftið rafbókin Risa stórar smáSögur sem Menntamálastofnun gaf út. Í bókinni er úrval þeirra smásagna sem sendar voru inn í Sögu samkeppnina og er þar að finna vinningssögurnar. Ritstjóri er Markús Már Efraím og í dómnefnd fyrir smásagna keppnina voru þau Gunnar Helgason rithöfundur, Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir barnabókavörður hjá Borgarbókasafninu og Kristín Viðarsdóttir verkefnastjóri í Reykjavík Bókmenntaborg ásamt fyrrnefndum ritstjóra bókarinnar. Hér er hlekkur á bókina.

Önnur verðlaun sem veitt voru á Sögum:

 • LAG ÁRSINS - Hatrið mun sigra
 • TÓNLISTARFLYTJANDI ÁRSINS - Hatari
 • TEXTI ÁRSINS - Draumar geta ræst (Bragi Valdimar Skúlason)
 • BARNA- OG UNGLINGAÞÁTTUR Í SJÓNVARPI - Skólahreysti
 • FJÖLSKYLDURÞÁTTUR Í SJÓNVARPI - Suður-Ameríski draumurinn
 • SJÓNVARPSSTJARNA ÁRSINS - Erlen Ísabella Einarsdóttir
 • LEIKIÐ EFNI - Víti í Vestmannaeyjum
 • SÝNING ÁRSINS – Matthildur, Borgarleikhúsið
 • LEIKKONA/LEIKARI ÁRSINS - Ísey Heiðarsdóttir (Víti í Vestmannaeyjum)

Verðlaunahafar voru kosnir af börnum í gegnum kosningavef Sagna á krakkarúv vefnum.

Sögur eru í gagni allt árið og eru í boði ritsmiðjur á Borgarbókasafninu þar sem börn á aldrinum 6 – 12 ára er boðið að koma í smiðjur og læra undirstöðuatriðin í ritlist undir handleiðslu reyndra ritlistarkennara.

Samstarf um Sögur – verðlaunahátíð barnanna er á milli Borgarbókasafnsins, Ibby á Íslandi, List fyrir alla, Menntamálastofunnar, Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO og Ríkisútvarpsins með stuðning frá Reykjavíkurborg.