Gestadvöl í Kraká

Bókmenntaborgin Kraká í Póllandi, systurborg Reykjavíkur í Samstarfsneti skapandi borga UNESCO, UNESCO Creative Cities Network, auglýsir eftir umsóknum um gestadvöl rithöfunda. Hún stendur til boða ungum og upprennandi rithöfundum frá öðrum Bókmenntaborgum UNESCO og geta þeir sótt um að dvelja í borginni í tvo mánuði, annað hvort maí og júní eða september og október 2019. 

Tekið er við umsóknum til 25. febrúar 2019.

Hvað er innifalið?

Boðið er upp á fría dvöl í Villa Decius sem er samstarfsaðili að verkefninu og hefur áratugareynslu í að taka á móti gestahöfundum. Gesturinn fær einnig 2500 PLN og ferðakostnaður er greiddur. Þá býður Hátíðaskrifstofan í Kraká (Krakow Festival Office) höfundum til þátttöku í bókmenntalífi borgarinnar og aðstoðar við kynningu á þeim og verkum þeirra í Póllandi.

Skilyrði

Höfundar á aldrinum 25 - 45 ára frá Bókmenntaborgum UNESCO geta sótt um.

Gott vald á talaðri ensku.

Höfundur þarf að hafa gefið út a.mk.k. eitt ritverk (skáldskap eða fræðirit), handrit, leikrit eða þýðingu á pólsku. 

Höfundur þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í bókmenntalífi Krakárborgar á meðan dvölinni stendur, þar með talið fundum, viðtölum, viðburðum og hátíðum eftir því sem við á.

Dvalartíminn skal nýttur til ritstarfa.

Áhugi á mið-Evrópu.

Höfundur verður beðinn um að skrifa texta (skáldaðan eða óskáldaðan) þar sem Kraká kemur með einhverjum hætti við sögu (minnst 6000 og mest 11000 stafir með bilum), sem verður birtur í safnriti og notaður í kynningarskyni.

Umsóknargögn

  • Fylla skal út umsóknareyðublað sem liggur á vef Bókmenntaborgarinnar Krakár.
  • Brot úr útgefnum texta á ensku eða pólsku eða brot úr þýðingu á pólsku. Textinn skal ekki vera lengri en 2 síður.
  • Ferilskrá.

Nánari upplýsingar um gestadvölina er að finna á vef Bókmenntaborgarinnar Krakár.

  •