C Z Y T A J PL! – Fríar pólskar rafbækur

Pólskumælandi lesendum á Íslandi gefst kostur á að ná sér í 12 fríar rafbækur nú í nóvember en bækurnar eru allar á metsölulista í Póllandi. 

Bókmenntaborgin Kraká býður lesendum í systurborgum sínum upp á þessar bækur en allt sem þarf að gera er að skanna rafrænan kóða sem veitir aðgang að bókunum þennan mánuð.

Bækurnar og kóðan má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

C Z Y T A J PL (Les Pólland) er árlegt lestrarátak í Póllandi sem miðar að því að auka lestur og vekja athygli á bókum og gera þær aðgengilegar á stöðum þar sem þær sjást allajafna ekki.

Það er okkur hjá Bókmenntaborginni mikil ánægja að geta komið þessum bókum til pólskumælandi lesenda á Íslandi.

Eins og sagði hér í upphafi gildir þetta tilboð aðeins út nóvembermánuð.

ReadPL