Bókmenntahátíð í Reykjavík

Fjórtánda Bókmenntahátíðin í Reykjavík verður sett miðvikudaginn 24. apríl og stendur hún til 27. apríl. Þessi líflega hátíð lesenda og höfunda fer fram í Iðnó, Norræna húsinu og Veröld, húsi Vigdísar. Degi fyrir opnun eða 23. apríl, á degi bókarinnar, verður blásið til spennandi bókmenntadagskrár norðan heiða í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þar sem erlendir og innlendir höfundar taka þátt.

Fjöldi íslenskra og erlendra rithöfunda hefur boðað komu sína á Bókmenntahátíð í Reykjavík, og munu margar nýjar þýðinga á erlendum bókum verða gefnar út af íslenskum forlögum í kringum hátíðina.

Höfundahópurinn er afar fjölbreyttur og lesendur ættu allir að finna áhugaverða dagskrárliði við sitt hæfi; lesið verður upp úr nýjum bókum af ýmsu tagi og höfundaviðtöl verða á sviði. Þá verða höfundasamtöl um glæpasögur, kvikmyndaaðlögun, fjölskyldusögur og fleira.

Sem fyrr er hátíðin öllum opin, aðgangur er ókeypis og auk þess verður hægt að fylgjast með dagskránni í streymi í gegnum vefsíðu.

Til viðbótar fjölda rithöfunda er einnig von á stórum hópi erlendra bókaútgefenda og blaðamanna sem koma á hátíðina til þess að kynna sér fjölbreytta flóru íslenskra bókmennta og höfunda.

Á vef hátíðarinnar má kynna sér hvaða höfundar verða kynntir að þessu sinni, bæði íslenskir og erlendir.

Dagskrá fyrir alla: upplestrar, kvikmyndasýning, ball og sögustundir

Auk höfundasamtala og upplestra verður á hátíðinni sérstök barnadagskrá. Fimmtudaginn 25. apríl, á sumardaginn fyrsta, verður börnum flóttamanna og hælisleitenda boðið að fagna sumri með bóklestri og smiðjum í barnabókasafni Norræna hússins í samstarfi við Rauða krossinn, IBBY á Íslandi og Norræna húsið. Leiðsögn verður um sýninguna Barnabókaflóðið á arabísku og lesið verður úr bókum Áslaugar Jónsdóttur á arabísku en Barnabókaflóðið verður öllum opið í barnabókasafninu þann dag og eins og aðra daga hátíðarinnar.

Laugardaginn 27. apríl verður einnig boðið upp á smiðjur og sögustundir fyrir börn og mun norski rithöfundurinn Maja Lunde vera með sögustund fyrir yngstu börnin sem fram fer á norsku en einnig verður lesið á íslensku. Sagnaþulur mætir og segir krökkunum sögur svo eitthvað sé nefnt.

Höfundar frá