Fréttir

Fréttir
Mánudagur 24. jan 2022

Bókmenntaborgin styður við grasrótarverkefni á sviði orðlistar í Reykjavík. Tekið er við umsóknum tvisvar á þessu ári, fyrri skilafrestur er 28. febrúar 2022.

Fréttir
Fimmtudagur 13. jan 2022

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur verða ekki veitt í ár þar sem dómnefnd verðlaunanna taldi ekkert þeirra handrita sem barst í samkeppnina að þessu sinni uppfylla skilyrði sem gera verði til verðlaunahandrits.... Meira

Fréttir
Þriðjudagur 28. des 2021

Í fimmta skiptið hófst nýtt ár í Reykjavík á upplestri ljóða í Gröndalshúsi frá birtingu til myrkurs. Hægt er að horfa á upptöku af dagskránni.

Fréttir
Föstudagur 3. des 2021

Níu bækur hafa verið tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi.

Fréttir
Miðvikudagur 1. des 2021

Fimmtán bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í dag, þann 1. desember 2021. Flokkarnir eru þrír: skáldverk, barna- og ungmennabækur og fræðibækuur og rit almenns efnis.

Fréttir
Fimmtudagur 18. nóv 2021

Bókmenntaborgin býður upp á rafræna bókamessu 20. nóvember - 8. desember. Rithöfundar segja frá og lesa úr bókum sínum og spjalla saman um þær. 

Fréttir
Fimmtudagur 11. nóv 2021

UNESCO hefur tilkynnt um útnefningu 49 nýrra borga í Samstarfsnet skapandi borga. Meðal nýju borganna eru Djakarta í Indónesíu, Gautaborg í Svíþjóð og Vilníus í Litháen, sem allar hafa verið útnefndar Bókmenntaborgir... Meira

Fréttir
Mánudagur 13. Sept 2021

Á Bókmenntahátíð í Reykjavík voru tveir þýðendur íslenskra bóka á erlend mál verðlaunaðir og tveir útgefendur sæmdir fálkaorðum fyrir stuðning við útgáfu íslenskra bóka erlendis. Þetta eru þau Tina Flecken, Tone... Meira

Fréttir
Föstudagur 27. ágú 2021

Það er einstaklega gleðilegt að segja frá því að Bókmenntahátíð í Reykjavík verður sett miðvikudaginn 8. september með pompi og prakt og stendur til laugardagsins 11. september. Hátíðina átti upphaflega að halda... Meira

Fréttir
Fimmtudagur 27. maí 2021

Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur árið 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Bókin kom út hjá Máli og menningu á verðlaunadaginn, fimmtudaginn 27. maí. 

Fréttir
Mánudagur 17. maí 2021

Bókmenntaborgin Wonju í Suður Kóreu býður nú í fyrsta sinn rithöfundi frá annarri Bókmenntaborg UNESCO til dvalar í borginni. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er síðasti umsóknardagur 6. júní.

Fréttir
Föstudagur 7. maí 2021

Þýska listakonan Rike Scheffler er gestahöfundur Goethe stofnunar og Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO í Gröndalshúsi í maí 2021. Rike kom hingað með Norrænu og hóf dvölina með sóttkví á Seyðisfirði áður en hún kom... Meira

Fréttir
Miðvikudagur 28. apr 2021

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt í Höfða í dag, miðvikudaginn 28. apríl, og er þetta annað árið í röð sem það er gert við nokkuð óvenjulegar aðstæður vegna Covid-19. Borgarstjóri, Dagur B.

Fréttir
Miðvikudagur 21. apr 2021

Í ár fagnar Reykjavík bókmenntaborg UNESCO 10 ára afmæli og af því tilefni verður áfanganum fagnað með því að gefa öllum eins árs börnum í Reykjavík bók að gjöf sem minnir á töfra lestursins.

Fréttir
Föstudagur 19. mar 2021

Líkt og síðustu ár halda margar af Bókmenntaborgum UNESCO upp á alþjóðadag ljóðsins í ár en UNESCO lýsti 21. mars alþjóðlegan ljóðadag árið 1999. Markmiðið er að vekja athygli á ljóðrænni tjáningu og fjölbreytileika... Meira

Fréttir
Miðvikudagur 17. mar 2021

Fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki barna- og ungmennabóka frumsaminna á íslensku, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki... Meira

Fréttir
Mánudagur 8. mar 2021

Fjöruverðlaunin voru afhent í Höfða í dag, 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þau hlutu bækurnar Hetjusögur, Konur sem kjósa og Iðunn & afi pönk. 

Fréttir
Mánudagur 15. feb 2021

Bókmenntaborgin Kraká býður upp á fundaröð á netinu þar sem bóksalar miðla af reynslu sinni og spá í framtíðina. Fundirnir eru öllum opnir en skrá þarf sig til leiks.

Fréttir
Mánudagur 1. feb 2021

Bókmenntaborgin varpar textabrotum úr bíómyndum á tvær byggingar í miðborginni, Héraðsdóm Reykjavíkur á Lækjartorgi og lögreglustöðina við Hlemm, á Vetrarhátíð í Reykjavík.

Fréttir
Fimmtudagur 14. jan 2021

Rithöfundurinn Valur Gunnarsson var nýverið valinn til að taka þátt í fjar-gestavinnustofu The National Centre for Writing í Norwich, sem er ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Vinnustofan fer fram í febrúar.