Rímnahandrit

1400-1500

Stór rímnahandrit eru varðveitt frá þessum tíma. Efni eldri sagna var fært í rímur, en einnig eru þýðingar varveittar, helst kirkjulegt efni úr ensku, þýsku og dönsku. Bókagerð lá nokkuð niðri á fyrri hluta fimmtándu aldar, en í byrjun hennar herjaði svartidauði á landsmenn og nær þriðjungur landsmanna féll úr plágunni.